Innlent

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

Kveikt var í ruslagámi við Toyota í Kópavogi.
Kveikt var í ruslagámi við Toyota í Kópavogi. MYNd/Rósa

Töluverður erill hefur verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í dag og í kvöld og má rekja flest útköllin til þess að unglingar hafi verið að fikta við flugelda. Kveikt hefur verið í ruslagámum og flugeldar verið tendraðir innandyra án þess þó að mikið tjón hafi hlotist af. Þar á meðal var kveikt í gámi við Toyota umboðið í Kópavogi og einnig kom eldur upp í stigagangi í blokk í Stóragerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×