Innlent

Þrír erlendir í gæsluvarðhaldi eftir tilraunir til dópsmygls

Andri Ólafsson skrifar

Alls eru þrír erlendir ríkisborgarar í gæsluvarðhaldi eftir að lögreglan á Suðurnesjum kom upp um tilraunir þeirra til að smygla inn fíkniefnum til landsins í gegn um Leifsstöð í desembermánuði.

Um miðjan desember tók lögreglan Litháa sem var með rúm 350 grömm af amfetamíni í fórum sínum.

Skömmu síðar var Gambíumaður tekinn með rúm 300 grömm af kókaíni sem hann faldi innvortis.

Rétt fyrir jól var svo Þjóðverji tekinn með metmagn af e-pillum, eða um 25 þúsund talsins.

Gæsluvarðhaldið yfir Gambíumanninum rennur út á morgun en krafist verður framlengingar á því.

Rannsókn allra málanna þriggja miðar vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×