Innlent

Ragna fékk styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen

Valgarð Briem, Benta Jónsdóttir Briem, Ragna Ingólfsdóttir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og eiginkona hans Arna Einarsdóttir.
Valgarð Briem, Benta Jónsdóttir Briem, Ragna Ingólfsdóttir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og eiginkona hans Arna Einarsdóttir.

Dagur B. Eggetsson borgarstjóri afhenti Rögnu Ingólfsdóttur badmintonkonu styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra.

Það gerði hann skömmu fyrir áramót. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að sjóðurinn hafi verið stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarði Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars.

Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem veitt er úr sjóðnum og hafa styrkþegar bæði verið félagasamtök og einstaklingar. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 1986 sem íþróttafólk verður fyrir valinu en Kristín Rós Hákonardóttir fékk styrkinn árið 2000 og Íþróttasamband fatlaðra árið 1992.

Ragna er Íslandsmeistari í einliðaleik og tvíliðaleik og hún náði mjög góðum árangri á alþjóðlegum mótum á síðasta ári. Ragna varð í þriðja sæti í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2007 og er það besti árangur sem badmintonmaður hefur náð í kjörinu frá upphafi. Ragna stefnir á Ólympíuleikana í Peking á þessu ári en hún er í 53. sæti á heimslistanum í einliðaleik kvenna og í 19. sæti yfir sterkustu badmintonkonur Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×