Innlent

Árásin á Hannes með öllu tilefnislaus

Hannes Þ. Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Viking í Stafangri, hefur kært mennina sem veittust að honum í miðbæ Reykjavíkur um hátíðirnar. Árásin mun hafa verið með öllu tilefnislaus. Hannes var einn á ferð í bænum þegar nokkrir menn veittust að honum að tilefnislausu og börðu hann með þeim afleiðingum að hann er þríbrotinn í andliti. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og herma heimildir Vísis að vitað sé hverjir voru að verki.

Hannes verður frá í sex vikur vegna þessa, gert er ráð fyrir að hann geti hafið æfingar með liði sínu í lok mánaðarins og vonast er til þess að hann geti farið að spila á ný í byrjun febrúar.

Hannes segir í samtali við Vísi að það hafi orðið að samkomulagi á milli hans og liðs hans Viking, að hann tjái sig ekki um málið við fjölmiðla að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×