Fleiri fréttir Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu hass Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í sinni vörslu nærri sjö hundruð grömm af hassi. Lögreglan fann efnin við leit í bifreið mannsins í Hörgárbyggð í febrúar síðastliðnum en efnin hafði hann flutt með sér frá Reykjavík. 25.6.2007 14:23 Kynna aðalskipulagstillögur vegna Urriðafossvirkjunar Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Flóamenn að styðja við hreppsnefnd Flóahrepps í því að standa við nýja skipulagstillögu þar sem ekki er gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Skipulagstillögur með og án virkjunarinnar verða kynntar á íbúafundi í Flóanum í kvöld. 25.6.2007 13:41 Rækjuvinnslu hætt hjá Miðfelli á Ísafirði Rækjuvinnslu fyrirtækisins Miðfells á Ísafirði hefur verið hætt ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Þar er vitnað í tilkynningu frá Elíasi Oddssyni, framkvæmdastjóra Miðfells, sem segir að ekki hafi verið teknar ákvarðanir um uppsagnir starfsfólks að svo stöddu, en tugir manna vinna hjá fyrirtækinu. 25.6.2007 13:12 Enn í öndunarvél eftir líkamsárás Karlmanni á fertugsaldri er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. 25.6.2007 12:45 Léleg laxveiði vegna þurrka Léleg laxveiði hefur verið í flestum ám á Vesturlandi og reyndar víða um land upp á síðkastið, enda óvenju lítið vatn í ánum vegna langvarandi þurrka. 25.6.2007 12:30 Funda með sjávarútvegsráðherra um ástand þorskstofnsins Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands ætla að funda með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra í dag um ástands þorskstofnsins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar. 25.6.2007 12:23 Sex þúsund bílar um Sandskeið á fjórum tímum Rúmlega sex þúsund bílar fóru um Sandskeið á Suðurlandsvegi milli klukkan fjögur og átta í gær, sem er 17 prósent meiri umferð en síðdegis á sama sunnudegi fyrir ári. 25.6.2007 12:15 Starfsgreinasambandið fundar með sjávarútvegsráðherra Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands ætla að funda með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra í dag um ástands þorskstofnsins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar. Fari svo að dregið verði verulega úr þorskkvóta næsta fiskveiðiárið hefur það mikil áhrif á félagsmenn sambandsins sem meðal annars starfa í fiskvinnslu. 25.6.2007 12:13 Þurrkar ógna afréttum á Suðurlandi Langvarandi þurrkatíð ógnar afréttum sunnanlands og Landgræðslan hefur verulegar áhyggjur af svæðum víða um land. Mikið mold- og sandfok var um helgina og barst það yfir byggðir Árnessýslu einkum af svæðum sunnan Langjökuls. 25.6.2007 12:01 Lést í vinnuslysi í Fljótsdalsstöð Portúgalskur starfsmaður fyrirtækisins VA-Tech lést í morgun af völdum áverka sem hann fékk við nokkurra metra fall niður á steingólf í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Slysið átti sér stað um hálfníu í morgun þegar verið var að hífa stykki milli hæða í stöðvarhúsinu. 25.6.2007 11:55 Umfangsmiklar hvalatalningar að hefjast Umfangsmestu hvalatalningar sögunnar hefjast í dag á Norður-Atlantshafi á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar og erlendra samstarfsaðila. Eftir því sem fram kemur á vef Hafró stendur leiðangurinn yfir í einn mánuð nær yfir 1600 þúsund fermílna svæði. 25.6.2007 11:21 Rannsaka fiskveiðibrot færeysks báts á Kötlugrunni Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvort áhöfn á færeyskum fiskibáti hafi gerst brotleg við íslenska fiskveiðilöggjöf um helgina. Landhelgisgæslan vísaði bátnum til hafnar í Þorlákshöfn á laugardag og er skipstjórinn grunaður um að hafa veitt ólöglega á lokuðu svæði á Kötlugrunni. 25.6.2007 10:57 Fundust heil á húfi skammt frá skálanum við Emstrur Miðaldra hjón úr Kópavogi, sem farið var að leita að á hálendinu sunnanverðu í morgun, fundust á ellefta tímanum heil á húfi. 25.6.2007 10:49 Vinnuslys í stöðvarhúsi Fljótsdal Maður að störfum í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fjótsdal er talinn hafa slasast alvarlega þegar hann féll niður nokkra metra í stöðvarhúsinu á níunda tímanum í morgun. 25.6.2007 10:45 Missti bílaleigubíl út í árfarveg í Ísafirði Bílaleigubíll skemmdist mikið þegar erlendur ferðamaður misst hann út af veginum og niður í árfarveg við Laugaból í Ísafirði í gær. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum slasaðist ökumaðurinn lítið. 25.6.2007 10:19 Rúmlega 200 fá ríkisborgararétt frá Alþingi á fimm árum Rúmlega 200 manns af þeim 3675 sem fengu íslenskt ríkisfang á árabilinu 2002-2006 fengu það í gegnum Alþingi samkvæmt tölum sem birtar eru í vefriti dómsmálaráðuneytisins. 25.6.2007 09:51 Að rofa til á Vesturlandsvegi en mjög þung umferð á Suðurlandsvegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að aðeins sé að rofa til í umferðinni á leið til borgarinnar, sérstaklega á Vesturlandsvegi. Enn er þó mjög þung umferð á Suðurlandsvegi og gengur hún hægt. 24.6.2007 19:57 Ók á ljósastaur við Straumsvík Umferðarslysið sem átti sér stað við álverið í Straumsvík varð með þeim hætti að ökumaður ók bíl sínum á ljósastaur. Fyrstu fregnir hermdu að um árekstur tveggja bíla hefði verið að ræða en það reyndist ekki á rökum reist. Farþegi í bílnum slasaðist á höfði og voru hann og ökumaðurinn fluttir á slysadeild til aðhlynningar. 24.6.2007 19:45 Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðarskógi Fjölmennt var í Hallormsstaðarskógi í gær þegar Skógardagurinn mikli var haldinn hátíðlegur. 24.6.2007 19:25 Bláa lónið grænt Bláa lónið stendur ekki lengur undir nafni þar sem það hefur skipt um lit og er orðið fagurgrænt. Gott veður undanfarið er ástæða litaskiptanna. 24.6.2007 19:15 Kríuvarp í hættu - sílastofn víða lélegur Hætta virðist á því að kríuvarp misfarist víða á suð-vesturhorninu þriðja árið í röð. Það hefur orðið brestur í sílastofninum en fræðimemenn hafa ekki haldbærar skýringar á því af hverju þetta gerist. Síli ásamt loðnu eru kjöræti í vistkerfinu, bæði fugla og fiska. 24.6.2007 18:53 Miðdalsheiði áratugi að jafna sig eftir sinubruna Búast má við að það taki svæðið sem brann á Miðdalsheiði á Hengilsvæðinu í gær áratugi að jafna sig. Hátt í áttatíu manns börðust við sinueldana fram á nótt. 24.6.2007 18:46 Lík í matargeymslum Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur fengið kvartanir yfir því að lík séu geymd í matarkælum flutningafyrirtækis á meðan beðið er flutninga. Ekki verður séð að slík líkgeymsla innan um matvæli stangist á við reglugerðir eða lög. 24.6.2007 18:45 Árekstur við Straumsvík Árekstur varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík fyrir stundu. Litlar upplýsingar liggja fyrir sem stendur en vaktstjóri hjá lögreglunni segir að einn sé slasaður. 24.6.2007 18:36 Gríðarleg umferð - göngunum lokað Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað tímabundið vegna mikillar umferðar. Gríðarlegar raðir hafa myndast á leið til borgarinnar og er nánast bíll við bíl á Suðurlandsvegi frá Þrengslaafleggjara. Sömu sögu er að segja af Vesturlandsvegi og hefur verið gripið til þess ráðs að loka Hvalfjarðargöngum tímabundið til þess að losa um stífluna. 24.6.2007 18:28 Sex Litháar í haldi lögreglu grunaðir um árás á samlanda sinn Litháískur karlmaður á fertugsaldri liggur á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti í nótt. Hann höfuðkúpubrotnaði þegar hann var sleginn með barefli. Sex litháískir karlmenn eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. 24.6.2007 18:03 Mótorhjól og fjórhjól rákust saman Mótorhjól og fjórhjól rákust saman norðan við Flúðir um eftirmiðdaginn. Ökumaður fjórhljólsins slasaðist en áverkar voru minniháttar. Þá varð mjög harður árekstur um fimmleytið á Biskupstungnabraut þegar jeppi og fólksbifreið skullu saman. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús. Bílarnir eru báðir mjög illa farnir og þurfti dráttarbíl til þess að koma þeim af slysstað. 24.6.2007 17:43 Ráðherrar ánægðir með árangur í baráttu við sjóræningja Aðalefni fundar sjávarútvegsráðherra Norður – Atlantshafsins sem haldinn var á Grænlandi var að ræða aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum. Á fundinum lýstu ráðherrarnir sérstakri ánægju með þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum í Norður-Atlantshafi síðustu misseri. 24.6.2007 17:13 Sex í fangageymslum eftir hópslagsmál í Breiðholti Sex eru nú í haldi lögreglu vegna hópslagsmála í nótt sem leiddu til þess að maður höfuðkúpubrotnaði og gengst nú undir aðgerð á Landspítalanum. Átökin áttu sér stað í bakkahverfi í Breiðholti en um var að ræða karlmenn á fertugsaldri. 24.6.2007 13:27 Ungmenni á batavegi eftir bílslys á Geirsgötu Ungmennin þrjú sem slösuðust þegar bíll sem þau voru í skall á Hamborgarabúllunni á Geirsgötu eftir kappakstur eru á batavegi. Tvö þeirra þurftu að gangast undir aðgerð vegna áverkana sem þau hlutu í slysinu en þau hafa nú öll verið flutt af gjörgæslu og yfir á aðrar deildir Landspítalans. 24.6.2007 12:39 Dottaði undir stýri Betur fór en á horfðist þegar kona dottaði undir stýri við Landvegarmót á Suðurlandi nú undir kvöld. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli ók konan bílnum á gagnstæðan vegarhelming og endaði á vegriði. Mæðgur voru í bílnum, kona um fertugt og ung telpa. Læknir skoðaði þær á staðnum og reyndust þær ómeiddar. 23.6.2007 20:15 Hjúkrunarfræðingar langþreyttir og kvíða sumrinu Hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítala-háskólasjúkrahúsi eru langþreyttir á viðvarandi manneklu og kvíða sumrinu. Þetta segir aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á spítalanum sem segir mikilvægt að bæta kjör og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga til að fleiri fáist til starfa. 23.6.2007 19:44 Fjölmenni á Esjunni Fjölmenni lagði leið sína á Esjuna í dag í blíðskaparveðri. Þar var í dag haldin fjölskylduhátíð SPRON og Ferðafélags Íslands. Í kvöld verður svo sérstök dagskrá á toppi fjallsins þar sem kveikt verður í brennu ef verður leyfir. 23.6.2007 19:25 Slökkvistarf gengur ágætlega Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gengur ágætlega að ná tökum á eldinum á Miðdalsheiði. Þó er óvíst hversu langur tími er eftir af slökkvistarfi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. 23.6.2007 18:59 Hagrænir þættir ráði ekki eingöngu Karl Matthíason, varaformaður sjávarútvegsnefndar segir ekki ganga að hagrænir þættir ráði ávallt ákvarðanatöku í sjávarútvegi. Horfa þurfi á mannlegra þætti og byggðasjónarmið. Hann fagnar opinni gagrnýnni umræðu um fræðilegt starf Hafrannsóknarstofnunar og kvótakerfið og telur hana nauðsynlega í ljósi bágrar stöðu fiskistofnanna. 23.6.2007 18:52 Íslenskir krakkar sigursælir í júdó Krakkar frá Akureyri og Reykjavík voru sigursælir í júdó á Alþjóðaleikum ungmenna, sem haldnir eru í Laugardal nú um helgina. Alls unnu íslensku krakkarnir til níu verðlauna. 23.6.2007 16:52 Minningarathöfn um Dhoon Í dag var haldin minningarathöfn í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá strandi Dhoon við Látrabjarg. Athöfnin hófst kl. 10 við minnisvarða við Geldingsskorardal á Látrabjargi. Síðan var gengið að Setnagjá. 23.6.2007 16:40 Sinubruni á Miðdalsheiði Slökkvilið var kallað út fyrir skömmu vegna sinubruna á Miðdalsheiði. Samkvæmt heimildum Vísis brennur all stórt svæði og mikinn reyk leggur frá svæðinu. Búist er við að slökkvistarf geti tekið langan tíma. Það er langt í vatn og erfiðar aðstæður enda skíðlogar í mosa og öðrum skrjáfþurrum gróðri. Slökkviliðsmenn á vettvangi telja ekki útilokað að eldurinn hafi kviknað út frá einnota grilli sem hafði verið skilið eftir á víðavangi. 23.6.2007 15:36 Mikið moldviðri á Suðurlandi Mikill uppblástur er á sunnanverðu landinu núna í töluverðri norðaustan átt. Hún kemur yfir uppsveitir Suðurlands, Biskupstungur, Hrunamannahrepp og Gnúpverjahrepp. Veður hefur verið þurrt á þessum slóðum undanfarið og ekki hefur náð að rigna vel til að binda jarðveginn. Því hefur myndast mikið ryk og moldarský sest á bíla og hús og gróður. Þetta sést vel í þessu veðri sem er núna. 23.6.2007 14:49 Fagnar 70 ára starfsafmæli á tónleikum við Djúpið Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari fagnar 70 ára starfsafmæli sínu á tónleikum við Djúpið á Ísafirði í kvöld. Tónleikarnir eru hápunktur tónlistarhátíðar sem staðið hefur í bænum í vikunni. 23.6.2007 13:54 Riðið til messu Á sunnudagskvöld, 25. júní, verður riðið til messu úr frá bæjum Kálfholtssóknar í Rangárvallaprófastsdæmi. Messan hefst kl. 21.00 og er liður í vísitasíu biskups Íslands í prófastsdæmið. 23.6.2007 13:30 Opin umræða á stjórnarheimilinu Skoðanir Össurar Skarpéðinssonar, iðnaðarráðherra um Hafrannsóknarstofnun og fiskifræðina er jákvætt innlegg í umræðuna segir Karl V. Matthíasson, varaformaður Sjávarútvegsnefndar. Því fari fjarri að alvarlegur ágreiningur sé á stjórnarheimilinu og menn verða að venjast nýbreytni opinnar umræðu. 23.6.2007 12:21 Segir ferðaskrifstofur lengur að lækka verð en hækka Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir hversu illa og seint hækkun á gengi íslensku krónunnar skilar sér í lægra verði ferðaskrifstofa. Þrátt fyrir töluverða hækkun á gengi krónunnar undanfarið hafa ferðaskrifstofur ekki lækkað verð. 23.6.2007 12:13 Íslenska landsliðið í skylmingum á leið á Norðurlandamót Íslenska landsliðið í skylmingum hélt sína síðustu æfingu í gærkvöldi áður en það heldur á Norðurlandamótið . Æfingin fór fram í íþróttahúsi í Víðistaðaskóla. 23.6.2007 12:09 Enn á gjörgæslu Tvö ungmennanna sem lentu í bílslysi við Geirsgötu í fyrrakvöld eru enn alvarlega slösuð. Þau hafa bæði gengist undir aðgerð og liggja nú á gjörgæsludeild Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi, að sögn vakthafandi læknis. Annað þeirra var sett í öndunarvél strax eftir slysið en er nú laus úr henni. Sá þriðji úr hópnum hefur verið færður af gjörgæslu á almenna deild. 23.6.2007 11:29 Sjá næstu 50 fréttir
Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu hass Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í sinni vörslu nærri sjö hundruð grömm af hassi. Lögreglan fann efnin við leit í bifreið mannsins í Hörgárbyggð í febrúar síðastliðnum en efnin hafði hann flutt með sér frá Reykjavík. 25.6.2007 14:23
Kynna aðalskipulagstillögur vegna Urriðafossvirkjunar Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Flóamenn að styðja við hreppsnefnd Flóahrepps í því að standa við nýja skipulagstillögu þar sem ekki er gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Skipulagstillögur með og án virkjunarinnar verða kynntar á íbúafundi í Flóanum í kvöld. 25.6.2007 13:41
Rækjuvinnslu hætt hjá Miðfelli á Ísafirði Rækjuvinnslu fyrirtækisins Miðfells á Ísafirði hefur verið hætt ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Þar er vitnað í tilkynningu frá Elíasi Oddssyni, framkvæmdastjóra Miðfells, sem segir að ekki hafi verið teknar ákvarðanir um uppsagnir starfsfólks að svo stöddu, en tugir manna vinna hjá fyrirtækinu. 25.6.2007 13:12
Enn í öndunarvél eftir líkamsárás Karlmanni á fertugsaldri er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. 25.6.2007 12:45
Léleg laxveiði vegna þurrka Léleg laxveiði hefur verið í flestum ám á Vesturlandi og reyndar víða um land upp á síðkastið, enda óvenju lítið vatn í ánum vegna langvarandi þurrka. 25.6.2007 12:30
Funda með sjávarútvegsráðherra um ástand þorskstofnsins Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands ætla að funda með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra í dag um ástands þorskstofnsins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar. 25.6.2007 12:23
Sex þúsund bílar um Sandskeið á fjórum tímum Rúmlega sex þúsund bílar fóru um Sandskeið á Suðurlandsvegi milli klukkan fjögur og átta í gær, sem er 17 prósent meiri umferð en síðdegis á sama sunnudegi fyrir ári. 25.6.2007 12:15
Starfsgreinasambandið fundar með sjávarútvegsráðherra Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands ætla að funda með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra í dag um ástands þorskstofnsins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar. Fari svo að dregið verði verulega úr þorskkvóta næsta fiskveiðiárið hefur það mikil áhrif á félagsmenn sambandsins sem meðal annars starfa í fiskvinnslu. 25.6.2007 12:13
Þurrkar ógna afréttum á Suðurlandi Langvarandi þurrkatíð ógnar afréttum sunnanlands og Landgræðslan hefur verulegar áhyggjur af svæðum víða um land. Mikið mold- og sandfok var um helgina og barst það yfir byggðir Árnessýslu einkum af svæðum sunnan Langjökuls. 25.6.2007 12:01
Lést í vinnuslysi í Fljótsdalsstöð Portúgalskur starfsmaður fyrirtækisins VA-Tech lést í morgun af völdum áverka sem hann fékk við nokkurra metra fall niður á steingólf í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Slysið átti sér stað um hálfníu í morgun þegar verið var að hífa stykki milli hæða í stöðvarhúsinu. 25.6.2007 11:55
Umfangsmiklar hvalatalningar að hefjast Umfangsmestu hvalatalningar sögunnar hefjast í dag á Norður-Atlantshafi á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar og erlendra samstarfsaðila. Eftir því sem fram kemur á vef Hafró stendur leiðangurinn yfir í einn mánuð nær yfir 1600 þúsund fermílna svæði. 25.6.2007 11:21
Rannsaka fiskveiðibrot færeysks báts á Kötlugrunni Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvort áhöfn á færeyskum fiskibáti hafi gerst brotleg við íslenska fiskveiðilöggjöf um helgina. Landhelgisgæslan vísaði bátnum til hafnar í Þorlákshöfn á laugardag og er skipstjórinn grunaður um að hafa veitt ólöglega á lokuðu svæði á Kötlugrunni. 25.6.2007 10:57
Fundust heil á húfi skammt frá skálanum við Emstrur Miðaldra hjón úr Kópavogi, sem farið var að leita að á hálendinu sunnanverðu í morgun, fundust á ellefta tímanum heil á húfi. 25.6.2007 10:49
Vinnuslys í stöðvarhúsi Fljótsdal Maður að störfum í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fjótsdal er talinn hafa slasast alvarlega þegar hann féll niður nokkra metra í stöðvarhúsinu á níunda tímanum í morgun. 25.6.2007 10:45
Missti bílaleigubíl út í árfarveg í Ísafirði Bílaleigubíll skemmdist mikið þegar erlendur ferðamaður misst hann út af veginum og niður í árfarveg við Laugaból í Ísafirði í gær. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum slasaðist ökumaðurinn lítið. 25.6.2007 10:19
Rúmlega 200 fá ríkisborgararétt frá Alþingi á fimm árum Rúmlega 200 manns af þeim 3675 sem fengu íslenskt ríkisfang á árabilinu 2002-2006 fengu það í gegnum Alþingi samkvæmt tölum sem birtar eru í vefriti dómsmálaráðuneytisins. 25.6.2007 09:51
Að rofa til á Vesturlandsvegi en mjög þung umferð á Suðurlandsvegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að aðeins sé að rofa til í umferðinni á leið til borgarinnar, sérstaklega á Vesturlandsvegi. Enn er þó mjög þung umferð á Suðurlandsvegi og gengur hún hægt. 24.6.2007 19:57
Ók á ljósastaur við Straumsvík Umferðarslysið sem átti sér stað við álverið í Straumsvík varð með þeim hætti að ökumaður ók bíl sínum á ljósastaur. Fyrstu fregnir hermdu að um árekstur tveggja bíla hefði verið að ræða en það reyndist ekki á rökum reist. Farþegi í bílnum slasaðist á höfði og voru hann og ökumaðurinn fluttir á slysadeild til aðhlynningar. 24.6.2007 19:45
Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðarskógi Fjölmennt var í Hallormsstaðarskógi í gær þegar Skógardagurinn mikli var haldinn hátíðlegur. 24.6.2007 19:25
Bláa lónið grænt Bláa lónið stendur ekki lengur undir nafni þar sem það hefur skipt um lit og er orðið fagurgrænt. Gott veður undanfarið er ástæða litaskiptanna. 24.6.2007 19:15
Kríuvarp í hættu - sílastofn víða lélegur Hætta virðist á því að kríuvarp misfarist víða á suð-vesturhorninu þriðja árið í röð. Það hefur orðið brestur í sílastofninum en fræðimemenn hafa ekki haldbærar skýringar á því af hverju þetta gerist. Síli ásamt loðnu eru kjöræti í vistkerfinu, bæði fugla og fiska. 24.6.2007 18:53
Miðdalsheiði áratugi að jafna sig eftir sinubruna Búast má við að það taki svæðið sem brann á Miðdalsheiði á Hengilsvæðinu í gær áratugi að jafna sig. Hátt í áttatíu manns börðust við sinueldana fram á nótt. 24.6.2007 18:46
Lík í matargeymslum Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur fengið kvartanir yfir því að lík séu geymd í matarkælum flutningafyrirtækis á meðan beðið er flutninga. Ekki verður séð að slík líkgeymsla innan um matvæli stangist á við reglugerðir eða lög. 24.6.2007 18:45
Árekstur við Straumsvík Árekstur varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík fyrir stundu. Litlar upplýsingar liggja fyrir sem stendur en vaktstjóri hjá lögreglunni segir að einn sé slasaður. 24.6.2007 18:36
Gríðarleg umferð - göngunum lokað Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað tímabundið vegna mikillar umferðar. Gríðarlegar raðir hafa myndast á leið til borgarinnar og er nánast bíll við bíl á Suðurlandsvegi frá Þrengslaafleggjara. Sömu sögu er að segja af Vesturlandsvegi og hefur verið gripið til þess ráðs að loka Hvalfjarðargöngum tímabundið til þess að losa um stífluna. 24.6.2007 18:28
Sex Litháar í haldi lögreglu grunaðir um árás á samlanda sinn Litháískur karlmaður á fertugsaldri liggur á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti í nótt. Hann höfuðkúpubrotnaði þegar hann var sleginn með barefli. Sex litháískir karlmenn eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. 24.6.2007 18:03
Mótorhjól og fjórhjól rákust saman Mótorhjól og fjórhjól rákust saman norðan við Flúðir um eftirmiðdaginn. Ökumaður fjórhljólsins slasaðist en áverkar voru minniháttar. Þá varð mjög harður árekstur um fimmleytið á Biskupstungnabraut þegar jeppi og fólksbifreið skullu saman. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús. Bílarnir eru báðir mjög illa farnir og þurfti dráttarbíl til þess að koma þeim af slysstað. 24.6.2007 17:43
Ráðherrar ánægðir með árangur í baráttu við sjóræningja Aðalefni fundar sjávarútvegsráðherra Norður – Atlantshafsins sem haldinn var á Grænlandi var að ræða aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum. Á fundinum lýstu ráðherrarnir sérstakri ánægju með þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum í Norður-Atlantshafi síðustu misseri. 24.6.2007 17:13
Sex í fangageymslum eftir hópslagsmál í Breiðholti Sex eru nú í haldi lögreglu vegna hópslagsmála í nótt sem leiddu til þess að maður höfuðkúpubrotnaði og gengst nú undir aðgerð á Landspítalanum. Átökin áttu sér stað í bakkahverfi í Breiðholti en um var að ræða karlmenn á fertugsaldri. 24.6.2007 13:27
Ungmenni á batavegi eftir bílslys á Geirsgötu Ungmennin þrjú sem slösuðust þegar bíll sem þau voru í skall á Hamborgarabúllunni á Geirsgötu eftir kappakstur eru á batavegi. Tvö þeirra þurftu að gangast undir aðgerð vegna áverkana sem þau hlutu í slysinu en þau hafa nú öll verið flutt af gjörgæslu og yfir á aðrar deildir Landspítalans. 24.6.2007 12:39
Dottaði undir stýri Betur fór en á horfðist þegar kona dottaði undir stýri við Landvegarmót á Suðurlandi nú undir kvöld. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli ók konan bílnum á gagnstæðan vegarhelming og endaði á vegriði. Mæðgur voru í bílnum, kona um fertugt og ung telpa. Læknir skoðaði þær á staðnum og reyndust þær ómeiddar. 23.6.2007 20:15
Hjúkrunarfræðingar langþreyttir og kvíða sumrinu Hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítala-háskólasjúkrahúsi eru langþreyttir á viðvarandi manneklu og kvíða sumrinu. Þetta segir aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á spítalanum sem segir mikilvægt að bæta kjör og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga til að fleiri fáist til starfa. 23.6.2007 19:44
Fjölmenni á Esjunni Fjölmenni lagði leið sína á Esjuna í dag í blíðskaparveðri. Þar var í dag haldin fjölskylduhátíð SPRON og Ferðafélags Íslands. Í kvöld verður svo sérstök dagskrá á toppi fjallsins þar sem kveikt verður í brennu ef verður leyfir. 23.6.2007 19:25
Slökkvistarf gengur ágætlega Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gengur ágætlega að ná tökum á eldinum á Miðdalsheiði. Þó er óvíst hversu langur tími er eftir af slökkvistarfi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. 23.6.2007 18:59
Hagrænir þættir ráði ekki eingöngu Karl Matthíason, varaformaður sjávarútvegsnefndar segir ekki ganga að hagrænir þættir ráði ávallt ákvarðanatöku í sjávarútvegi. Horfa þurfi á mannlegra þætti og byggðasjónarmið. Hann fagnar opinni gagrnýnni umræðu um fræðilegt starf Hafrannsóknarstofnunar og kvótakerfið og telur hana nauðsynlega í ljósi bágrar stöðu fiskistofnanna. 23.6.2007 18:52
Íslenskir krakkar sigursælir í júdó Krakkar frá Akureyri og Reykjavík voru sigursælir í júdó á Alþjóðaleikum ungmenna, sem haldnir eru í Laugardal nú um helgina. Alls unnu íslensku krakkarnir til níu verðlauna. 23.6.2007 16:52
Minningarathöfn um Dhoon Í dag var haldin minningarathöfn í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá strandi Dhoon við Látrabjarg. Athöfnin hófst kl. 10 við minnisvarða við Geldingsskorardal á Látrabjargi. Síðan var gengið að Setnagjá. 23.6.2007 16:40
Sinubruni á Miðdalsheiði Slökkvilið var kallað út fyrir skömmu vegna sinubruna á Miðdalsheiði. Samkvæmt heimildum Vísis brennur all stórt svæði og mikinn reyk leggur frá svæðinu. Búist er við að slökkvistarf geti tekið langan tíma. Það er langt í vatn og erfiðar aðstæður enda skíðlogar í mosa og öðrum skrjáfþurrum gróðri. Slökkviliðsmenn á vettvangi telja ekki útilokað að eldurinn hafi kviknað út frá einnota grilli sem hafði verið skilið eftir á víðavangi. 23.6.2007 15:36
Mikið moldviðri á Suðurlandi Mikill uppblástur er á sunnanverðu landinu núna í töluverðri norðaustan átt. Hún kemur yfir uppsveitir Suðurlands, Biskupstungur, Hrunamannahrepp og Gnúpverjahrepp. Veður hefur verið þurrt á þessum slóðum undanfarið og ekki hefur náð að rigna vel til að binda jarðveginn. Því hefur myndast mikið ryk og moldarský sest á bíla og hús og gróður. Þetta sést vel í þessu veðri sem er núna. 23.6.2007 14:49
Fagnar 70 ára starfsafmæli á tónleikum við Djúpið Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari fagnar 70 ára starfsafmæli sínu á tónleikum við Djúpið á Ísafirði í kvöld. Tónleikarnir eru hápunktur tónlistarhátíðar sem staðið hefur í bænum í vikunni. 23.6.2007 13:54
Riðið til messu Á sunnudagskvöld, 25. júní, verður riðið til messu úr frá bæjum Kálfholtssóknar í Rangárvallaprófastsdæmi. Messan hefst kl. 21.00 og er liður í vísitasíu biskups Íslands í prófastsdæmið. 23.6.2007 13:30
Opin umræða á stjórnarheimilinu Skoðanir Össurar Skarpéðinssonar, iðnaðarráðherra um Hafrannsóknarstofnun og fiskifræðina er jákvætt innlegg í umræðuna segir Karl V. Matthíasson, varaformaður Sjávarútvegsnefndar. Því fari fjarri að alvarlegur ágreiningur sé á stjórnarheimilinu og menn verða að venjast nýbreytni opinnar umræðu. 23.6.2007 12:21
Segir ferðaskrifstofur lengur að lækka verð en hækka Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir hversu illa og seint hækkun á gengi íslensku krónunnar skilar sér í lægra verði ferðaskrifstofa. Þrátt fyrir töluverða hækkun á gengi krónunnar undanfarið hafa ferðaskrifstofur ekki lækkað verð. 23.6.2007 12:13
Íslenska landsliðið í skylmingum á leið á Norðurlandamót Íslenska landsliðið í skylmingum hélt sína síðustu æfingu í gærkvöldi áður en það heldur á Norðurlandamótið . Æfingin fór fram í íþróttahúsi í Víðistaðaskóla. 23.6.2007 12:09
Enn á gjörgæslu Tvö ungmennanna sem lentu í bílslysi við Geirsgötu í fyrrakvöld eru enn alvarlega slösuð. Þau hafa bæði gengist undir aðgerð og liggja nú á gjörgæsludeild Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi, að sögn vakthafandi læknis. Annað þeirra var sett í öndunarvél strax eftir slysið en er nú laus úr henni. Sá þriðji úr hópnum hefur verið færður af gjörgæslu á almenna deild. 23.6.2007 11:29