Fleiri fréttir

Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu hass

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í sinni vörslu nærri sjö hundruð grömm af hassi. Lögreglan fann efnin við leit í bifreið mannsins í Hörgárbyggð í febrúar síðastliðnum en efnin hafði hann flutt með sér frá Reykjavík.

Kynna aðalskipulagstillögur vegna Urriðafossvirkjunar

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Flóamenn að styðja við hreppsnefnd Flóahrepps í því að standa við nýja skipulagstillögu þar sem ekki er gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Skipulagstillögur með og án virkjunarinnar verða kynntar á íbúafundi í Flóanum í kvöld.

Rækjuvinnslu hætt hjá Miðfelli á Ísafirði

Rækjuvinnslu fyrirtækisins Miðfells á Ísafirði hefur verið hætt ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Þar er vitnað í tilkynningu frá Elíasi Oddssyni, framkvæmdastjóra Miðfells, sem segir að ekki hafi verið teknar ákvarðanir um uppsagnir starfsfólks að svo stöddu, en tugir manna vinna hjá fyrirtækinu.

Enn í öndunarvél eftir líkamsárás

Karlmanni á fertugsaldri er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti aðfaranótt sunnudags.

Léleg laxveiði vegna þurrka

Léleg laxveiði hefur verið í flestum ám á Vesturlandi og reyndar víða um land upp á síðkastið, enda óvenju lítið vatn í ánum vegna langvarandi þurrka.

Starfsgreinasambandið fundar með sjávarútvegsráðherra

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands ætla að funda með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra í dag um ástands þorskstofnsins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar. Fari svo að dregið verði verulega úr þorskkvóta næsta fiskveiðiárið hefur það mikil áhrif á félagsmenn sambandsins sem meðal annars starfa í fiskvinnslu.

Þurrkar ógna afréttum á Suðurlandi

Langvarandi þurrkatíð ógnar afréttum sunnanlands og Landgræðslan hefur verulegar áhyggjur af svæðum víða um land. Mikið mold- og sandfok var um helgina og barst það yfir byggðir Árnessýslu einkum af svæðum sunnan Langjökuls.

Lést í vinnuslysi í Fljótsdalsstöð

Portúgalskur starfsmaður fyrirtækisins VA-Tech lést í morgun af völdum áverka sem hann fékk við nokkurra metra fall niður á steingólf í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Slysið átti sér stað um hálfníu í morgun þegar verið var að hífa stykki milli hæða í stöðvarhúsinu.

Umfangsmiklar hvalatalningar að hefjast

Umfangsmestu hvalatalningar sögunnar hefjast í dag á Norður-Atlantshafi á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar og erlendra samstarfsaðila. Eftir því sem fram kemur á vef Hafró stendur leiðangurinn yfir í einn mánuð nær yfir 1600 þúsund fermílna svæði.

Rannsaka fiskveiðibrot færeysks báts á Kötlugrunni

Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvort áhöfn á færeyskum fiskibáti hafi gerst brotleg við íslenska fiskveiðilöggjöf um helgina. Landhelgisgæslan vísaði bátnum til hafnar í Þorlákshöfn á laugardag og er skipstjórinn grunaður um að hafa veitt ólöglega á lokuðu svæði á Kötlugrunni.

Vinnuslys í stöðvarhúsi Fljótsdal

Maður að störfum í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fjótsdal er talinn hafa slasast alvarlega þegar hann féll niður nokkra metra í stöðvarhúsinu á níunda tímanum í morgun.

Missti bílaleigubíl út í árfarveg í Ísafirði

Bílaleigubíll skemmdist mikið þegar erlendur ferðamaður misst hann út af veginum og niður í árfarveg við Laugaból í Ísafirði í gær. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum slasaðist ökumaðurinn lítið.

Ók á ljósastaur við Straumsvík

Umferðarslysið sem átti sér stað við álverið í Straumsvík varð með þeim hætti að ökumaður ók bíl sínum á ljósastaur. Fyrstu fregnir hermdu að um árekstur tveggja bíla hefði verið að ræða en það reyndist ekki á rökum reist. Farþegi í bílnum slasaðist á höfði og voru hann og ökumaðurinn fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Bláa lónið grænt

Bláa lónið stendur ekki lengur undir nafni þar sem það hefur skipt um lit og er orðið fagurgrænt. Gott veður undanfarið er ástæða litaskiptanna.

Kríuvarp í hættu - sílastofn víða lélegur

Hætta virðist á því að kríuvarp misfarist víða á suð-vesturhorninu þriðja árið í röð. Það hefur orðið brestur í sílastofninum en fræðimemenn hafa ekki haldbærar skýringar á því af hverju þetta gerist. Síli ásamt loðnu eru kjöræti í vistkerfinu, bæði fugla og fiska.

Lík í matargeymslum

Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur fengið kvartanir yfir því að lík séu geymd í matarkælum flutningafyrirtækis á meðan beðið er flutninga. Ekki verður séð að slík líkgeymsla innan um matvæli stangist á við reglugerðir eða lög.

Árekstur við Straumsvík

Árekstur varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík fyrir stundu. Litlar upplýsingar liggja fyrir sem stendur en vaktstjóri hjá lögreglunni segir að einn sé slasaður.

Gríðarleg umferð - göngunum lokað

Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað tímabundið vegna mikillar umferðar. Gríðarlegar raðir hafa myndast á leið til borgarinnar og er nánast bíll við bíl á Suðurlandsvegi frá Þrengslaafleggjara. Sömu sögu er að segja af Vesturlandsvegi og hefur verið gripið til þess ráðs að loka Hvalfjarðargöngum tímabundið til þess að losa um stífluna.

Sex Litháar í haldi lögreglu grunaðir um árás á samlanda sinn

Litháískur karlmaður á fertugsaldri liggur á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti í nótt. Hann höfuðkúpubrotnaði þegar hann var sleginn með barefli. Sex litháískir karlmenn eru í haldi lögreglunnar vegna málsins.

Mótorhjól og fjórhjól rákust saman

Mótorhjól og fjórhjól rákust saman norðan við Flúðir um eftirmiðdaginn. Ökumaður fjórhljólsins slasaðist en áverkar voru minniháttar. Þá varð mjög harður árekstur um fimmleytið á Biskupstungnabraut þegar jeppi og fólksbifreið skullu saman. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús. Bílarnir eru báðir mjög illa farnir og þurfti dráttarbíl til þess að koma þeim af slysstað.

Ráðherrar ánægðir með árangur í baráttu við sjóræningja

Aðalefni fundar sjávarútvegsráðherra Norður – Atlantshafsins sem haldinn var á Grænlandi var að ræða aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum. Á fundinum lýstu ráðherrarnir sérstakri ánægju með þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum í Norður-Atlantshafi síðustu misseri.

Sex í fangageymslum eftir hópslagsmál í Breiðholti

Sex eru nú í haldi lögreglu vegna hópslagsmála í nótt sem leiddu til þess að maður höfuðkúpubrotnaði og gengst nú undir aðgerð á Landspítalanum. Átökin áttu sér stað í bakkahverfi í Breiðholti en um var að ræða karlmenn á fertugsaldri.

Ungmenni á batavegi eftir bílslys á Geirsgötu

Ungmennin þrjú sem slösuðust þegar bíll sem þau voru í skall á Hamborgarabúllunni á Geirsgötu eftir kappakstur eru á batavegi. Tvö þeirra þurftu að gangast undir aðgerð vegna áverkana sem þau hlutu í slysinu en þau hafa nú öll verið flutt af gjörgæslu og yfir á aðrar deildir Landspítalans.

Dottaði undir stýri

Betur fór en á horfðist þegar kona dottaði undir stýri við Landvegarmót á Suðurlandi nú undir kvöld. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli ók konan bílnum á gagnstæðan vegarhelming og endaði á vegriði. Mæðgur voru í bílnum, kona um fertugt og ung telpa. Læknir skoðaði þær á staðnum og reyndust þær ómeiddar.

Hjúkrunarfræðingar langþreyttir og kvíða sumrinu

Hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítala-háskólasjúkrahúsi eru langþreyttir á viðvarandi manneklu og kvíða sumrinu. Þetta segir aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á spítalanum sem segir mikilvægt að bæta kjör og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga til að fleiri fáist til starfa.

Fjölmenni á Esjunni

Fjölmenni lagði leið sína á Esjuna í dag í blíðskaparveðri. Þar var í dag haldin fjölskylduhátíð SPRON og Ferðafélags Íslands. Í kvöld verður svo sérstök dagskrá á toppi fjallsins þar sem kveikt verður í brennu ef verður leyfir.

Slökkvistarf gengur ágætlega

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gengur ágætlega að ná tökum á eldinum á Miðdalsheiði. Þó er óvíst hversu langur tími er eftir af slökkvistarfi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði.

Hagrænir þættir ráði ekki eingöngu

Karl Matthíason, varaformaður sjávarútvegsnefndar segir ekki ganga að hagrænir þættir ráði ávallt ákvarðanatöku í sjávarútvegi. Horfa þurfi á mannlegra þætti og byggðasjónarmið. Hann fagnar opinni gagrnýnni umræðu um fræðilegt starf Hafrannsóknarstofnunar og kvótakerfið og telur hana nauðsynlega í ljósi bágrar stöðu fiskistofnanna.

Íslenskir krakkar sigursælir í júdó

Krakkar frá Akureyri og Reykjavík voru sigursælir í júdó á Alþjóðaleikum ungmenna, sem haldnir eru í Laugardal nú um helgina. Alls unnu íslensku krakkarnir til níu verðlauna.

Minningarathöfn um Dhoon

Í dag var haldin minningarathöfn í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá strandi Dhoon við Látrabjarg. Athöfnin hófst kl. 10 við minnisvarða við Geldingsskorardal á Látrabjargi. Síðan var gengið að Setnagjá.

Sinubruni á Miðdalsheiði

Slökkvilið var kallað út fyrir skömmu vegna sinubruna á Miðdalsheiði. Samkvæmt heimildum Vísis brennur all stórt svæði og mikinn reyk leggur frá svæðinu. Búist er við að slökkvistarf geti tekið langan tíma. Það er langt í vatn og erfiðar aðstæður enda skíðlogar í mosa og öðrum skrjáfþurrum gróðri. Slökkviliðsmenn á vettvangi telja ekki útilokað að eldurinn hafi kviknað út frá einnota grilli sem hafði verið skilið eftir á víðavangi.

Mikið moldviðri á Suðurlandi

Mikill uppblástur er á sunnanverðu landinu núna í töluverðri norðaustan átt. Hún kemur yfir uppsveitir Suðurlands, Biskupstungur, Hrunamannahrepp og Gnúpverjahrepp. Veður hefur verið þurrt á þessum slóðum undanfarið og ekki hefur náð að rigna vel til að binda jarðveginn. Því hefur myndast mikið ryk og moldarský sest á bíla og hús og gróður. Þetta sést vel í þessu veðri sem er núna.

Fagnar 70 ára starfsafmæli á tónleikum við Djúpið

Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari fagnar 70 ára starfsafmæli sínu á tónleikum við Djúpið á Ísafirði í kvöld. Tónleikarnir eru hápunktur tónlistarhátíðar sem staðið hefur í bænum í vikunni.

Riðið til messu

Á sunnudagskvöld, 25. júní, verður riðið til messu úr frá bæjum Kálfholtssóknar í Rangárvallaprófastsdæmi. Messan hefst kl. 21.00 og er liður í vísitasíu biskups Íslands í prófastsdæmið.

Opin umræða á stjórnarheimilinu

Skoðanir Össurar Skarpéðinssonar, iðnaðarráðherra um Hafrannsóknarstofnun og fiskifræðina er jákvætt innlegg í umræðuna segir Karl V. Matthíasson, varaformaður Sjávarútvegsnefndar. Því fari fjarri að alvarlegur ágreiningur sé á stjórnarheimilinu og menn verða að venjast nýbreytni opinnar umræðu.

Segir ferðaskrifstofur lengur að lækka verð en hækka

Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir hversu illa og seint hækkun á gengi íslensku krónunnar skilar sér í lægra verði ferðaskrifstofa. Þrátt fyrir töluverða hækkun á gengi krónunnar undanfarið hafa ferðaskrifstofur ekki lækkað verð.

Enn á gjörgæslu

Tvö ungmennanna sem lentu í bílslysi við Geirsgötu í fyrrakvöld eru enn alvarlega slösuð. Þau hafa bæði gengist undir aðgerð og liggja nú á gjörgæsludeild Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi, að sögn vakthafandi læknis. Annað þeirra var sett í öndunarvél strax eftir slysið en er nú laus úr henni. Sá þriðji úr hópnum hefur verið færður af gjörgæslu á almenna deild.

Sjá næstu 50 fréttir