Innlent

Sinubruni á Miðdalsheiði

Frá Miðdalsheiði í dag.
Frá Miðdalsheiði í dag. MYND/Lillý

Slökkvilið var kallað út fyrir skömmu vegna sinubruna á Miðdalsheiði. Samkvæmt heimildum Vísis brennur all stórt svæði og mikinn reyk leggur frá svæðinu. Búist er við að slökkvistarf geti tekið langan tíma. Það er langt í vatn og erfiðar aðstæður enda skíðlogar í mosa og öðrum skrjáfþurrum gróðri. Slökkviliðsmenn á vettvangi telja ekki útilokað að eldurinn hafi kviknað út frá einnota grilli sem hafði verið skilið eftir á víðavangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×