Innlent

Riðið til messu

Biskup stendur fyrir reiðmessu á sunnudagskvöld
Biskup stendur fyrir reiðmessu á sunnudagskvöld

Á sunnudagskvöld, 25. júní, verður riðið til messu úr frá bæjum Kálfholtssóknar í Rangárvallaprófastsdæmi. Messan hefst kl. 21.00 og er liður í vísitasíu biskups Íslands í prófastsdæmið.

Að sögn sr. Halldóru Þorvaðardóttur, prófasts, er komin hefð á árlegar reiðmessur í sókninni. Fjöldi manns ríði til kirkju og eftir messu sé kirkjukaffi og svo fari hópurinn saman ríðandi um sveitina.

Kvöldmessa verður einnig laugardagskvöldið 24. júní í Marteinstungukirkju kl. 20.30 sem liður í vísitasíu biskups. Eftir messu verður kirkjukaffi í boði sóknarnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×