Innlent

Sex í fangageymslum eftir hópslagsmál í Breiðholti

MYND/Guðmundur

Sex eru nú í haldi lögreglu vegna hópslagsmála í nótt sem leiddu til þess að maður höfuðkúpubrotnaði og gengst nú undir aðgerð á Landspítalanum. Átökin áttu sér stað í bakkahverfi í Breiðholti en um var að ræða karlmenn á fertugsaldri. Annar maður særðist í átökunum þegar hann var stunginn í bakið en sár hans eru ekki alvarleg. Að sögn lögreglu voru barefli notuð í átökunum. Mennirnir sem grunaðir eru um aðild að málinu verða yfirheyrðir af lögreglu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×