Innlent

Bláa lónið grænt

 

Bláa lónið stendur ekki lengur undir nafni þar sem það hefur skipt um lit og er orðið fagurgrænt. Gott veður undanfarið er ástæða litaskiptanna.

Þörungar sem eru í vatninu innihalda bæði bláan og grænan lit. Ástæða litaskiptanna er sú að birta og jafnt hitastig í lóninu hafa myndað kjöraðstæður fyrir þörungana undanfarið og græni litur þörunganna þar með tekið yfir.

Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, segir marga hafa furðað sig á litnum og spurt um ástæðuna. Magnea segir engan hafa krafist endurgreiðslu þar sem lónið sé ekki í réttum lit.

 

Búast má við því að lónið fái aftur sinn gamla lit með haustinu þegar kólna tekur í veðri á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×