Innlent

Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu hass

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í sinni vörslu nærri sjö hundruð grömm af hassi. Lögreglan fann efnin við leit í bifreið mannsins í Hörgárbyggð í febrúar síðastliðnum en efnin hafði hann flutt með sér frá Reykjavík.

Með manninum í för var kærasta hans og viðurkenndi hann við yfirheyrslu lögreglu að eiga efnin. Hann breytti hins vegar framburði sínum fyrir dómi og sagði kærustuna eiga hassið og staðfesti hún það.

Dómurinn lagði hins vegar ekki trúnað á orð hans og sakfelldi þau bæði fyrir vörslu efnanna. Hlaut stúlkan 45 daga fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára. Maðurinn var hins vegar á reynslulausn á eftirstöðvum fangelsisvistar og voru þær teknar með þegar ákveðið var að dæma hann í hálfs árs fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×