Innlent

Kríuvarp í hættu - sílastofn víða lélegur

Hætta virðist á því að kríuvarp misfarist víða á suð-vesturhorninu þriðja árið í röð. Það hefur orðið brestur í sílastofninum en fræðimemenn hafa ekki haldbærar skýringar á því af hevrju þetta gerist. Síli ásamt loðnu eru kjöræti í vistkerfinu, bæði fugla og fiska.

Fuglafræðingar hafa áhyggjur af kríustofninum en varp virðist enn ætla að misfarast. Þetta er svæðisfundið og virðist vera bundið við suðurland og suðvesturhornið. Kristján Lilliendahl, sjófuglafræðingur hjá Hafró staðfestir að allt bendi til að kríuvarp ætli að misfarast á stóru svæði þriðja sumarið í röð. Hann tengir þetta ætisskorti en í hafinu undan suðurlandi vantar síli og er ástandið mjög slæmt á sumum svæðum t.d. við Vestamnnaejar. Þar vanti nánast tvo síðustu árganga í sílastofnin en síli hrygna við tveggja ára aldur. Kristján segir að engin skýring hafi fundist á þessu en rannsóknum verður framhaldið í næsta mánuði. Síli og loðna er kjölfesta í vistkerfi margra sjófugla og fiskistofna þannig að Kristján telur að það sé mikið áhyggjuefni ef sílastofnin taki ekki við sér að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×