Innlent

Ók á ljósastaur við Straumsvík

Umferðarslysið sem átti sér stað við álverið í Straumsvík varð með þeim hætti að ökumaður ók bíl sínum á ljósastaur. Fyrstu fregnir hermdu að um árekstur tveggja bíla hefði verið að ræða en það reyndist ekki á rökum reist. Farþegi í bílnum slasaðist á höfði og voru hann og ökumaðurinn fluttir á slysadeild til aðhlynningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×