Innlent

Fundust heil á húfi skammt frá skálanum við Emstrur

Miðaldra hjón úr Kópavogi, sem farið var að leita að á hálendinu sunnanverðu í morgun, fundust á ellefta tímanum heil á húfi.

Fólk, sem hafði heyrt tilkynningar frá lögreglunni í útvarpsstöðvunum sá til fólksins í sjálfheldu skammt frá skálanum við Emstrur á syðri Fjallabaksleið.

Lögregla frá Hvolsvelli kom fólkinu til aðstoðar og hjalpaði því til byggða. Ekkert hafði heyrst frá fólkinu síðan aðfararnótt laugardags og var farið að óttast um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×