Kynna aðalskipulagstillögur vegna Urriðafossvirkjunar Björn Gíslason skrifar 25. júní 2007 13:41 Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Flóamenn að styðja við hreppsnefnd Flóahrepps í því að standa við nýja skipulagstillögu þar sem ekki er gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Skipulagstillögur með og án virkjunarinnar verða kynntar á íbúafundi í Flóanum í kvöld en ákveðið var að boða til hans eftir fund forsvarsmanna Flóahrepps og Landsvirkjunar um málið. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 13. júní drög að aðalskipulagi fyrir hreppinn þar sem ekki er gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun líkt og í eldra aðalskipulagi. Ástæðan fyrir því var sú að sveitarstjórnarmenn töldu ekki nægan ávinning af virkjuninni og að hún myndi valda óbætanlegum skaða á náttúru svæðisins. Við þau tíðindi óskuðu Landsvirkjunarmenn eftir fundi með hreppsnefndinni þar sem meðal annars var rætt hvernig ýmis fórnarkostnaður vegna virkjunarinnar yrði bættur. Í framhaldinu var ákveðið að boða til íbúafundar og fer hann fram í félagsheimilinu Þjórsárveri klukkan 20.30 í kvöld. Þar verða aðalskipulagsdrög með og án Urriðafossvirkjunar kynnta. Að sögn Aðalsteins Sveinssonar, oddvita Flóahrepps, er ætlunin að heyra hvað íbúum hreppsins, sem eru hátt í 600, finnst um tillögurnar tvær og gefst þeim tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. „Við hlustum á allar skoðanir en það gefur auga leið að við getum ekki tekið tillit til allra. Við erum ekki búin að loka á neitt," segir Aðalsteinn. Í framhaldi af fundinum í kvöld tekur sveitarstjórnin málið fyrir aftur og ákveður hvaða drög verða kynnt nágrannasveitarfélögum og sömuleiðis auglýst eins og lög gera ráð fyrir. Niðurstaða hreppsnefndar mikilvæg fyrir verndun Þjórsár Í yfirlýsingu sem Náttúruverndarsamtök Íslands senda frá sér í dag vegna íbúafundarins í kvöld segir að niðurstaða hreppsnefndarinnar sé mikilvæg fyrir verndun Þjórsár og Flóamönnum til sóma. Jafnframt telja samtökin óeðlilegt að Landsvirkjun beiti sveitarstjórnir þrýstingi í skipulagsmálum, meðal annars með gylliboðum um almannaframkvæmdir á svæðinu.„Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði nýlega að þeir tímar væru liðnir að Landsvirkjun gæti komið fram eins og ríki í ríkinu. Ríkisstjórnin hlýtur því að fara fram á að dregið verði fram í dagsljósið hvaða aðferðum Landsvirkjun beitir til að fá stuðning sveitarstjórna við virkjanaframkvæmdir," segir í tilkynningu Náttúruverndarsamtak Íslands.Urriðafossvirkjun er sú stærsta af þremur virkjunum sem Landsvirkjun áformar í neðri hluta Þjórsár, 125 megavött af afli. Henni fylgir jafnframt stærsta uppistöðulón þessara virkjana, nefnt Heiðarlón. Þjórsárvirkjunum var ætlað að afla orku vegna stækkaðs álvers í Straumsvík en þótt þau áform virðist nú frá lítur Landsvirkjun engu að síður á þessa virkjanir í sveitum Suðurlands sem nærtækasta virkjanakost sinn. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Flóamenn að styðja við hreppsnefnd Flóahrepps í því að standa við nýja skipulagstillögu þar sem ekki er gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Skipulagstillögur með og án virkjunarinnar verða kynntar á íbúafundi í Flóanum í kvöld en ákveðið var að boða til hans eftir fund forsvarsmanna Flóahrepps og Landsvirkjunar um málið. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 13. júní drög að aðalskipulagi fyrir hreppinn þar sem ekki er gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun líkt og í eldra aðalskipulagi. Ástæðan fyrir því var sú að sveitarstjórnarmenn töldu ekki nægan ávinning af virkjuninni og að hún myndi valda óbætanlegum skaða á náttúru svæðisins. Við þau tíðindi óskuðu Landsvirkjunarmenn eftir fundi með hreppsnefndinni þar sem meðal annars var rætt hvernig ýmis fórnarkostnaður vegna virkjunarinnar yrði bættur. Í framhaldinu var ákveðið að boða til íbúafundar og fer hann fram í félagsheimilinu Þjórsárveri klukkan 20.30 í kvöld. Þar verða aðalskipulagsdrög með og án Urriðafossvirkjunar kynnta. Að sögn Aðalsteins Sveinssonar, oddvita Flóahrepps, er ætlunin að heyra hvað íbúum hreppsins, sem eru hátt í 600, finnst um tillögurnar tvær og gefst þeim tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. „Við hlustum á allar skoðanir en það gefur auga leið að við getum ekki tekið tillit til allra. Við erum ekki búin að loka á neitt," segir Aðalsteinn. Í framhaldi af fundinum í kvöld tekur sveitarstjórnin málið fyrir aftur og ákveður hvaða drög verða kynnt nágrannasveitarfélögum og sömuleiðis auglýst eins og lög gera ráð fyrir. Niðurstaða hreppsnefndar mikilvæg fyrir verndun Þjórsár Í yfirlýsingu sem Náttúruverndarsamtök Íslands senda frá sér í dag vegna íbúafundarins í kvöld segir að niðurstaða hreppsnefndarinnar sé mikilvæg fyrir verndun Þjórsár og Flóamönnum til sóma. Jafnframt telja samtökin óeðlilegt að Landsvirkjun beiti sveitarstjórnir þrýstingi í skipulagsmálum, meðal annars með gylliboðum um almannaframkvæmdir á svæðinu.„Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði nýlega að þeir tímar væru liðnir að Landsvirkjun gæti komið fram eins og ríki í ríkinu. Ríkisstjórnin hlýtur því að fara fram á að dregið verði fram í dagsljósið hvaða aðferðum Landsvirkjun beitir til að fá stuðning sveitarstjórna við virkjanaframkvæmdir," segir í tilkynningu Náttúruverndarsamtak Íslands.Urriðafossvirkjun er sú stærsta af þremur virkjunum sem Landsvirkjun áformar í neðri hluta Þjórsár, 125 megavött af afli. Henni fylgir jafnframt stærsta uppistöðulón þessara virkjana, nefnt Heiðarlón. Þjórsárvirkjunum var ætlað að afla orku vegna stækkaðs álvers í Straumsvík en þótt þau áform virðist nú frá lítur Landsvirkjun engu að síður á þessa virkjanir í sveitum Suðurlands sem nærtækasta virkjanakost sinn.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira