Innlent

Hjúkrunarfræðingar langþreyttir og kvíða sumrinu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítala-háskólasjúkrahúsi eru langþreyttir á viðvarandi manneklu og kvíða sumrinu. Þetta segir aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á spítalanum sem segir mikilvægt að bæta kjör og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga til að fleiri fáist til starfa.

Erfitt hefur reynt að fá hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítala-háskólasjúkrahúsi sérstaklega í afleysingar nú yfir sumartímann. Eva Hjörtína Ólafsdóttir, aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á spítalanum, segir ástandið með því versta sem hjúkrunarfræðingar hafa séð.

Eva segir vandann einnig felast í að erfitt sé að útskrifa sjúklinga þar sem sé skortur á starfsfólki heimahjúkrun og á öðrum stöðum til að taka við sjúklingunum þegar búið er að sinna bráðaþjónustu á spítalanum.

Eva segir að hjúkrunarfræðingarnir fái sjaldan að eiga frí sín í friði þar sem mikið sé reynt að fá þá á aukavaktir þegar þeir eiga frí. Hún segir mikilvægt að bæta kjör hjúkrunarfræðinga svo fleiri fáist til starfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×