Innlent

Enn í öndunarvél eftir líkamsárás

MYND/GVA

Karlmanni á fertugsaldri er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti aðfaranótt sunnudags.

Sex Litháum sem voru í haldi lögreglunnar vegna málsins hefur verið sleppt. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði þegar hann var sleginn með barefli í höfuðið. Annar maður var stunginn í bakið en hann var útskrifaður eftir að gert hafði verið að sárum hans. Rannsókn stendur enn yfir en í gær voru fjöldi vitna yfirheyrð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×