Innlent

Dottaði undir stýri

Betur fór en á horfðist þegar kona dottaði undir stýri við Landvegarmót á Suðurlandi nú undir kvöld. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli ók konan bílnum á gagnstæðan vegarhelming og endaði á vegriði. Mæðgur voru í bílnum, kona um fertugt og ung telpa. Læknir skoðaði þær á staðnum og reyndust þær ómeiddar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×