Innlent

Íslenska landsliðið í skylmingum á leið á Norðurlandamót

Frá æfingu landsliðsins.
Frá æfingu landsliðsins. MYND/Stöð 2

Íslenska landsliðið í skylmingum hélt sína síðustu æfingu í gærkvöldi áður en það heldur á Norðurlandamótið . Æfingin fór fram í íþróttahúsi í Víðistaðaskóla.

Norðurlandamótið er haldið í Óðinsvéum í Danmörku og hefst á mánudaginn. Alls taka þrjátíu og fimm íslenskir keppendur frá þremur skylmingarfélögum þátt í mótinu. Flestir íslensku keppendanna koma úr Skylmingarfélagi Reykjavíkur eða nítján einstaklingar. Á mótinu veðrur keppt með lagsverði, stungusverði og höggsverði en búist er við að keppendur verði í kringum fjögur hundruð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×