Innlent

Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðarskógi

Fjölmennt var í Hallormsstaðarskógi í gær þegar Skógardagurinn mikli var haldinn hátíðlegur.

Um áttahundruð manns tóku þátt í hátíðarhöldunum í blíðskaparveðri og mátti þar sjá fólk á öllum aldri. Um árlegan viðburð er að ræða og hefur þátttaka farið vaxandi síðustu árin. Í gær var keppt í skógarhöggi. Bjarki Sigurðsson fór með sigur af hólmi í keppninni en keppendur þurftu að leysa ýmsar þrautir.

Boðið var upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í tilefni dagsins og fengu viðstaddir meðal annars að njóta nokkurra tónlistaratriða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×