Innlent

Rúmlega 200 fá ríkisborgararétt frá Alþingi á fimm árum

MYND/Pjetur

Rúmlega 200 manns af þeim 3675 sem fengu íslenskt ríkisfang á árabilinu 2002-2006 fengu það í gegnum Alþingi samkvæmt tölum sem birtar eru í vefriti dómsmálaráðuneytisins.

Þar kemur einnig fram að af þeim nærri 3000 manns sem fengu íslenskan ríkisborgararétt með því að leita til dómsmálaráðuneytisins eða Alþingis hafi 720 verið börn sem fylgdu foreldrum sínum.

Stærsti hópurinn sem fengið hefur íslenskan ríkisborgararétt á þessu tímabili er frá Póllandi eða rúmlega 650 manns en þar á eftir kemur fólk frá Filippseyjum, ríflega 300 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×