Innlent

Umfangsmiklar hvalatalningar að hefjast

Umfangsmestu hvalatalningar sögunnar hefjast í dag á Norður-Atlantshafi á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar og erlendra samstarfsaðila. Eftir því sem fram kemur á vef Hafró stendur leiðangurinn yfir í einn mánuð nær yfir 1600 þúsund fermílna svæði.

Markmiðið að meta stofnstærðir og útbreiðslu hvalategunda í Norður-Atlantshafi og breytingar á fjölda þeirra frá fyrri talningum. Þetta eru fimmtu talningar sem Hafrómenn koma að á tuttugu árum og alls munu 29 manns af átta þjóðernum koma að talningunum á hafsvæðinu umhverfis Íslanad. Þrjús skip á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar sigla á hafsvæði sem nær frá Jan Mayen í norðri suður að 50 breiddargráðu og frá Grænlandi í vestri að landhelgismörkum Noregs í austri. Auk þess verða hvalir á íslenska landgrunninu taldir úr flugvél. Talningarnar verða undir yfirumsjón Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðin, NAMMCO, en auk Íslendinga taka Færeyingar, Norðmenn, Grænlendingar, Kanadamenn og Rússar þátt í verkefninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×