Innlent

Rækjuvinnslu hætt hjá Miðfelli á Ísafirði

Rækjuvinnslu fyrirtækisins Miðfells á Ísafirði hefur verið hætt ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Þar er vitnað í tilkynningu frá Elíasi Oddssyni, framkvæmdastjóra Miðfells, sem segir að ekki hafi verið teknar ákvarðanir um uppsagnir starfsfólks að svo stöddu, en tugir manna vinna hjá fyrirtækinu.

Þar segir enn fremur að erfið staða á bæði hráefnis- og afurðamörkuðum og ekki síst styrking krónunnar hafi neytt stjórnendur félagsins til að taka þessa ákvörðun. Miðfell var stofnað árið 1999 og hefur rekið rækjuverksmiðju að Sindragötu 1 á Ísafirði.

Stærstu hluthafar félagsins eru Byggðastofnun, Hömlur, Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. í Hnífsdal og Ísafjarðarbær sem gerðist hluthafi í félaginu árið 2004 þegar skuldum félagsins við bæinn var breytt í hlutafé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×