Innlent

Rannsaka fiskveiðibrot færeysks báts á Kötlugrunni

Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvort áhöfn á færeyskum fiskibáti hafi gerst brotleg við íslenska fiskveiðilöggjöf um helgina. Landhelgisgæslan vísaði bátnum til hafnar í Þorlákshöfn á laugardag og er skipstjórinn grunaður um að hafa veitt ólöglega á lokuðu svæði á Kötlugrunni.

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Lögreglustjórans á Selfossi fóru um borð í bátinn til rannsóknar og skipstjórinn kom síðan ásamt lögmanni sínum til yfirheyrslu á lögreglustöðinni á Selfossi. Skipstjórinn var látinn leggja fram tryggingu fyrir andvirði aflans og hugsanlegri sekt og öðrum málskostnaði. Að því loknu var skipinu leyft að halda úr höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×