Innlent

Minningarathöfn um Dhoon

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dhoon fórst við Látrabjarg 12. desember 1947
Dhoon fórst við Látrabjarg 12. desember 1947 Mynd/ Visir.is
Í dag var haldin minningarathöfn í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá strandi Dhoon við Látrabjarg. Athöfnin hófst kl. 10 við minnisvarða við Geldingsskorardal á Látrabjargi. Síðan var gengið að Setnagjá.

 

Klukkan hálftólf var sigsýning við vitann - þar sem var sigið í bjargið á gamla mátann. Sýning um strandið hefur verið á Hnjóti í allan dag.

 

Halldór Ólafsson var einn þeirra sem kom að björgunaraðgerðunum, þá aðeins fimmtán ára gamall. Hann segir að björgunaraðstæður hafi verið mjög erfiðar. Slysið hafi gerst í mesta skammdegi. Blindaþoka hafi verið og mjög sleipt í bjarginu. Björgunarmenn hafi þurft að bera allan búnað á bakinu við erfiðar aðstæður. Björgunaraðgerðir tóku hátt í þrjá daga að hans sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×