Fleiri fréttir

Færð á vegum

Búið er að opna Þorskafjarðarheiði. Þar er mikil bleyta og vegurinn tæpast fær nema fjórhjóladrifsbílum. Ásþungi er þar takmarkaður við tvö tonn. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á fjölmörgum hálendisleiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi. Kort sem sýna ástand á hálendisleiðum verða gefin út vikulega fram eftir sumri og taka gildi á fimmtudögum. Kortin segja ekki til um færð, heldur hvar umferð er óheimil.

Önnur atlaga að Ermasundinu

Sundkappinn Benedikt S. Lafleur undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir aðra tilraun sína til að synda yfir Ermarsundið. Hann áætlar að þreyta sundið 7.-14.júlí. Benedikt reyndi við sundið í fyrra. Þá varð hann að hætta við eftir að hafa synt æfingasund í 10 klst. í höfninni.

Jón Ólafsson með tónleika í Hafnarborg

Jón Ólafsson heldur tónleika í Hafnarborg föstudagskvöldið 8. júní kl. 21:00. Tónleikarnir eru hluti af Björtum dögum sem nú standa yfir í Hafnarfirði.

Enn er lýst eftir Þorvaldi Erni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Þorvaldi Erni Thoroddsen. En ekkert hefur spurst til hans síðan miðvikudaginn 5. júní. Þorvaldur er 17 ára, 180 cm á hæð, dökkhærður og grannvaxinn.

KF Nörd ætlar að verja heiður Íslendinga

KF Nörd, hið stórskemmtilega knattspyrnulið sem varð til í samnefndum sjónvarpsþætti, hefur skorað á sænska KF Nörd liðið í landsleik til þess að hefna ófara íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta kom fram í Ísland í Dag í kvöld.

Ingjaldur sjósettur í dag

Eftirmynd bátsins Ingjalds, sem Hannes Hafstein sýslumaður reyndi að stöðva breska landhelgisbrjóta á, var sjósett í Nauthólsvík í dag.

Hjúkrunarfræðingar á starfsmannaleigum

Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann.

Móðir 12 ára einhverfs drengs beið í þrjú ár eftir greiningu

Um 300 börn eru á biðlista hjá Greiningarstöð ríkisins og tæplega helmingurinn þeirra börn, þar sem grunur leikur á einhverfu. Móðir 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu segist hafa beðið eftir greiningu á syni sínum í þrjú ár. Sviðsstjóri Greiningarstöðvar segir að fleira sérmenntað starfsfólk vanti.

Garðyrkjubændur ættu að fá sama og Norðurál

Garðyrkjubændur ættu að taka upp viðræður við orkusala í kjölfar tíðinda af orkuverði til Norðuráls vegna tilvonandi álvers í Helguvík. Þetta segir garðyrkjuráðunautur Bændasamtaka Íslands. Forstjóri Orkuveitunnar staðfestir að verðið til Norðuráls sé nærri tveimur komma einni krónu á kílóvattstund.

Óskiljanlegar skýringar dómsmálaráðuneytisins

Brynjar Níelsson einn umsækjanda um embætti ríkissaksóknara segist hafa fengið óskiljanlegar skýringar frá dómsmálaráðuneytinu um það hvers vegna ráðningu í embættið var frestað.Embættið var auglýst til umsóknar fyrir kosningar, en ákveðið var eftir þær að Bogi Níelsson ríkisaksóknari ynni til áramóta.

Hæst launaði opinberi starfsmaðurinn

Mikil ásókn fjármálafyrirtækja í sérhæft starfsfólk þrýstir launum millistjórnenda Seðlabankans upp, sem aftur hækkar laun Seðlabankastjóranna upp fyrir laun forsætisráðherra og forseta Íslands. Formaður bankastjórnar Seðlabankans verður með rúmt þingfrarakaup umfram forsætisráðherra í laun um næstu áramót og þar með hæst launaði opinberi starfsmaðurinn.

Íbúðalánasjóður ekki einkavæddur

Félagsmálaráðherra, segir að Íbúðalánasjóður verði ekki einkavæddur meðan hún sé ráðherra. Formaður Framsóknarflokksins spurði á Alþingi í dag hvort Íbúðalánasjóður yrði seldur.

Stóriðjustefnan lifir segir stjórnarandstaðan

Stjórnarandstaðan segir að samningur um raforku til álvers í Helguvík sýni að stóriðjustefnan lifi góðu lífi. Umhversráðherra segir samninginn ekki tryggja að af framkvæmdunum verði.

Hæstiréttur staðfestir dóm yfir stofnanda píramídafyrirtækis

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lesley Patricia Ágústsson gegn Mark Ashley Wells, stofnanda fyrirtækisins Aquanetworld ltd. Héraðsdómur dæmdi Mark á síðasta ári til að endurgreiða Lesley rúmlega 2,6 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Upphæðina lagði Lesley í fyrirtæki Marks árið 2005 en krafðist síðan endurgreiðslu þegar henni þótti sýnt að hann hefði ekki staðið við gerðan samning.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu Sigurðar Helgasonar um hærri eftirlaun

Hæstiréttur snéri í dag við dómi héraðsdóms í máli Sigurðar Helgasonar gegn FL-Group hf. Sigurður krafðist viðurkenningar á því að kaupréttarsamningar væru hluti af útreiknuðum launum þeirra átta starfsmanna sem hæst laun hefðu hjá fyrirtækinu, en laun þeirra voru til viðmiðunar við útreikning á eftirlaunum Sigurðar.

Júlíus Vífill er formaður Miðborgar Reykjavíkur

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 5. júní að stofna félagið Miðborg Reykjavíkur en það hefur að markmiði að „vera vettvangur samráðs og málsvari hagsmunaaðila í miðborg Reykjavíkur,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjarvíkurborg.

EFTA og Kanada gera fríverslunarsamning

Samkomulag hefur náðst milli EFTA ríkjanna og Kanada um fríverslunarsamning milli ríkjanna. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að samningurinn sé sérstaklega hagstæður fyrir Ísland. Gert er ráð fyrir því að samningurinn verði undirritaður við fyrsta tækifæri.

Hætt við flugtak SAS vélar sem var á leið til Íslands

Hætt var við flugtak flugvélar frá SAS sem var á leið frá Gardemoen flugvelli í Osló til Reykjavíkur í dag þegar aðvörun barst um að eitthvað væri að. Vélinni var snúið inn á þjónustusvæði en hún fór í loftið hálftíma síðar þegar gengið hafði verið úr skugga um að vélin væri í lagi.

Prestar reyna að ná sáttum í máli fríkirkjuprests

Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, var kallaður fyrir siðanefnd Prestafélagsins í morgun til að ræða kæru átta presta á hendur honum. Á fundinum voru einnig mættir tveir kærenda. Var þetta fyrsta tilraun nefndarinnar til að ná sáttum í málinu en prestarnir átta hafa meðal annars gagnrýnt ummæli Hjartar í fjölmiðlum varðandi þjóðkirkjuna. Engin sátt náðist í málinu í morgun að sögn Hjartar.

Niðurstöður samræmdra prófa heldur betri en í fyrra

Meðaltöl einkunna í samræmdum lokaprófum í grunnskólum eru hærri í ár en á síðasta ári í stærðfræði, ensku og dönsku en örlítið lægri í íslensku, sé miðað við landið allt. Ekki er unnt að bera saman meðaltöl milli ára í náttúrufræði og samfélagsfræði. Samræmdu prófin voru haldin dagana 2. til 9. maí síðastliðinn. Alls voru 4.465 nemendur skráðir í 10. bekk skólaárið 2006-2007. Nemendum í 10. bekk í grunnskólum gefst kostur á að þreyta samræmd lokapróf í að minnsta kosti sex námsgreinum. Eins og undanfarin ár voru haldin samræmd próf í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsgreinum auk norsku og sænsku.

Hreyfill kærir útboð í leigubílaakstur

Hreyfill svf. hefur kært rammasamningsútboð Ríkiskaupa í leigubifreiðaakstur á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbraut til kærunefndar útboðsmála. Hreyfill telur afgreiðslu Ríkiskaupa á útboðinu ámælisverða þar sem framsetningu tilskilinna gagna var ábótavant og mat stofnunarinnar á þjónustuþáttum bjóðenda óeðlilegt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hreyfli.

Garðsláttur að næturlagi

Lögregla var kölluð til í nótt þegar nokkrir íbúar í austurborginni gátu ekki fest svefn vegna hávaða frá garðsláttuvél. Hinn atorkusami slátturmaður slökkti samstundis á sláttuvélinni eftir tiltal frá lögregluþjónunum. Manninum var jafnframt bent á að framvegis ætti hann að haga verkum sem þessum með meira tilliti til annarra í huga.

Yfir 80 börn í óviðunandi öryggisbúnaði

Tæplega fjórtán prósent barna er ekið til leikskóla í óviðandi öryggisbúnaði samkvæmt könnun Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Sjóvaá Fornvarnarhúss og Umferðarstofu. Alls voru 86 börn í óviðunandi öryggisbúnaði og þar af 24 í alvarlegri lífshættu á meðan á akstri stóð.

Kona dæmd fyrir líkamsárásir og eignaspjöll

Kona á þrítugsaldri var á dögunum dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir líkamsárásir og eignaspjöll. Brotin áttu sér stað í félagsheimilinu í Hnífsdal aðfaranótt 13. apríl á síðasta ári.

Þjálfa erlenda starfsmenn í umönnun aldraðra

Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir og Alþjóðahúsið undirbúa nú viðamikið samstarfsverkefni um þjálfun erlendra starfsmanna í umönnun aldraðra. Markmiðið er að fjölga starfsmönnum í öldrunarþjónustu.

Kosið í nýjar nefndir Alþingis

Kosningu í fastanefndir Alþingis lauk í dag þegar Arnbjörg Sveinsdóttir var kjörin formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar og Pétur H Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar.

Íslenskar kýr njóta áfram hollrar útiveru

Dönsku dýraverndarsamtökin gangast nú fyrir undirskriftasöfnun til að tryggja dönskum kúm að minnsta kosti 150 daga útivist á ári. Íslenskir bændur sammæltust nýverið um að íslenskar kýr fengju áfram að njóta útivistar og hollrar hreyfingar.

Magnús Ragnarsson stefnir 365

Magnús Ragnarsson, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás Eins, hefur stefnt 365 miðlum fyrir meiðyrði og brot á friðhelgi einkalífsins. Að sögn lögmanns Magnúsar gerir hann kröfu um að ummæli sem birtust í DV síðastliðið haust og ummæli sem birtust í Fréttablaðinu í vetur verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin vörðuðu einkalíf Magnúsar.

Veggjald lagt á bensín á tæki sem ekki nota vegi

Í athugun er að fella niður veggjald sem notað er á garðslátturvélar, vélsleða og sportbáta. Nú eru 30 krónur innheimtar af hverjum bensínlítra sem þessi tæki nota sem eins konar afnotagjald þessara tækja af vegakerfinu sem þau koma aldrei á.

Orkuverð til álversins opinbert

Samningur Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál vegna álvers í Helguvík er með hagstæðari samningum sem veitan hefur gert til álfyrirtækis, segir Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Forstjóri Orkuveitunnar staðfestir að verðið sé nærri tveimur komma einni krónu á kílóvattstund.

Hæstánægður með áframhaldandi fiskvinnslu á Flateyri

Bæjarstjórinn á Ísafirði segist hæstánægður með nýja fyrirtækið, Oddatá sem keypt hefur allar fasteignir Kambs á Flateyri og hyggst hefja þar fiskvinnslu. Hann segir mikilvægt að menn leiti nýrra leiða til að viðhalda atvinnulífinu í litlum byggðarlögum og Ísafjarðarbær muni veita þeim allan þann stuðning sem til þurfi.

Davíð með þriðjungi hærri laun en Geir

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, verður með rúmar 1,7 milljónir króna í laun frá og með næstu áramótum, eða sex hundruð þúsund króna hærri laun en forsætisráðherra. Formaður bankaráðs bankans skýrir síðustu launahækkanir bankastjóranna með harðri samkeppni um hæft starfsfólk.

Njarðvíkingar mótmæla deiliskipulagi

Fulltrúar íbúa í Innri-Njarðvík afhentu í gær bæjarstjórn í bænum undirskriftarlista gegn nýju deiliskipulagi bæjarins. Þar eru skipulögð fjögur háhýsi með 230 íbúðum á Brynjólfsreit svokölluðum.

Margir þröskuldar enn í vegi fyrir álveri í Helguvík

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, segir mjög marga þröskulda vera í vegi fyrir álveri í Hegluvík, þrátt fyrir orkusölusamning Orkuveitunnar og Norðuráls. Þetta kom fram í máli Þórunnar á Alþingi í morgun.

Lisa Ekdahl hefði verið sókndjarfari gegn Tyson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær háðuglega útreið í sænskum fjölmiðlum eftir viðureignina í Stokkhólmi í gær, bæði hjá sænsku leikmönnunum og blaðamönnum.

Hjallaskóli í Reykjavík

Hjallastefnan mun taka við rekstri leikskólans Laufásborgar. Samningur þar að lútandi var samþykktur af Leikskólaráði borgarinnar í gær. Laufásborg verður þar með fyrsti Hjallaskólinn sem tekur til starfa í Reykjavík.

Nýr leikskóli opnar í dag

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri mun formlega opna nýjan leikskóla við Sandavað 7 í Norðlingaholti í dag. Athöfnin hefst þegar borgarstjórinn klippir með leikskólabörnum á borða.

Sumarbústaður brann til kaldra kola

Eldur kviknaði í sumarbústað við Gufuá í Borgarfirði laust fyrir klukkan fimm í dag. Bústaðurinn varð fljótt alelda og brann til kaldra kola. Engan sakaði.

Lögreglan lýsir eftir unglingi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Þorvaldi Erni Thoroddsen, 16 ára Reykvíkingi. Síðast sást til Þorvalds við heimili hans í Reykjavík í gær.

Sjá næstu 50 fréttir