Innlent

Garðsláttur að næturlagi

Slátturmaðurinn hlýddi tilmælum lögreglu

Lögregla var kölluð til í nótt þegar nokkrir íbúar í austurborginni gátu ekki fest svefn vegna hávaða frá garðsláttuvél. Hinn atorkusami slátturmaður slökkti samstundis á sláttuvélinni eftir tiltal frá lögregluþjónunum. Manninum var jafnframt bent á að framvegis ætti hann að haga verkum sem þessum með meira tilliti til annarra í huga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglan vill vekja sérstaka athygli á 4. grein lögreglusamþykktar Reykjavíkurborgar. Þar segir meðal annars að bannað sé að hafast nokkuð að, sem veldur ónæði eða raskar næturró manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×