Innlent

EFTA og Kanada gera fríverslunarsamning

Samingurinn þykir sérstaklega hagstæður fyrir Ísland.
Samingurinn þykir sérstaklega hagstæður fyrir Ísland. MYND/365

Samkomulag hefur náðst milli EFTA ríkjanna og Kanada um fríverslunarsamning milli ríkjanna. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að samningurinn sé sérstaklega hagstæður fyrir Ísland. Gert er ráð fyrir því að samningurinn verði undirritaður við fyrsta tækifæri.

Samkvæmt samkomulaginu verða tollar á öllum iðnaðarvörum og ýmsum öðrum vörum sem Íslands framleiðir og flytur út felldir niður. Ísland veitir í staðinn Kanada tollfrjálsan aðgang fyrir iðnaðarvörur og sambærilegan aðgang fyrir landbúnaðarvörur sem Íslands hefur þegar veitt Evrópusambandinu. Þá er einnig ákvæði í samninginum sem liðkar fyrir tímabundnum aðgangi og dvöl starfsmanna fyrirtækja við þjónustu í tengslum við vöruviðskipti.

Viðræðum ríkjanna um fríverslunarsamning var ýtt úr vör í Reykjavík árið 1998 í formennskutíð Íslands í EFTA. Hlé var gert á viðræðunum árið 2000 vegna ágreinings um tolla á skip og sjóför. Nú hefur verið ákveðið að tollar á skipum og sjóförum falli niður á mismunandi löngum aðlögunartíma.

Aðalsamningamaður Íslands í viðræðunum var Benedikt Jónsson, sendiherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×