Innlent

Önnur atlaga að Ermasundinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Sundkappinn Benedikt S. Lafleur undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir aðra tilraun sína til að synda yfir Ermarsundið. Hann áætlar að þreyta sundið 7.-14.júlí. Benedikt reyndi við sundið í fyrra. Þá varð hann að hætta við eftir að hafa synt æfingasund í 10 klst. í höfninni.

Benedikt heldur brátt utan til Dover undir lok júní til að undirbúa sig fyrir sundið. Hann tileinkar sundið baráttu gegn mansali og alþjóðlegri klámvæðingu. Efnt verður til áheitasöfnunar á næstunni. Ágóðinn mun renna í sjóð Sakleysis. Þeim sjóði er ætlað að sporna gegn alþjóðlegri klámvæðingu. Verða peningarnar notaðir m.a. til að styðja forvarnar- og kynningarverkefni Stígamóta.

Hægt verður að fylgjast með sundafrekum Benedikts á vefsíðu hans: www.ermasund.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×