Innlent

Bæjarstjórn Bolungarvíkur vill athugun á olíuhreinsistöð sem fyrst

Oddur S. Báruson skrifar
MYND/Vilmundur

Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur sent frá sér ályktun um fyrirhugða olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þar er Fjórðungssamband Vestfirðinga hvatt til að hefja frumathugun á umhverfis-, og samfélagslegum áhrifum slíkrar stöðvar. Einnig er lögð áhersla á að stjórnvöld kosti að hluta til athugunina. Bæjarstjórnin vill ennfremur að athuguninni verði lokið í sumarlok svo íbúar svæðisins geti tekið afstöðu upplýstir. Frá þessu er greint á vikari.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×