Innlent

Sumarbústaður brann til kaldra kola

MYND/365

Eldur kviknaði í sumarbústað við Gufuá í Borgarfirði laust fyrir klukkan fimm í dag. Bústaðurinn varð fljótt alelda og brann til kaldra kola. Engan sakaði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi var einn maður í bústaðnum en hann var úti að vinna í veröndinni þegar eldurinn braust út. Að sögn lögreglu varð maðurinn var við hljóð innan úr bústaðnum og sá þá að eldhúsið var orðið alelda.

Þegar slökkvilið bar að garði stóð bústaðurinn í björtu báli og brann hann síðan til kaldra kola. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×