Innlent

Íbúðalánasjóður ekki einkavæddur

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Félagsmálaráðherra, segir að Íbúðalánasjóður verði ekki einkavæddur meðan hún sé ráðherra. Formaður Framsóknarflokksins spurði á Alþingi í dag hvort Íbúðalánasjóður yrði seldur.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði félagsmálaráðherra að því á Alþingi í dag hvort flytja ætti málefni Íbúðalánasjóðs frá félagsmálaráðuneytinu til fjármálaráðuneytisins. Jafnframt hvort selja ætti sjóðinn. Hann sagði mikilvægt að standa vörð um félagslegt hlutverks sjóðsins sem gæti glatast yrði sjóðurinn fluttur undir fjármálaráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði ekkert samkomulag hafa verið gert um breytingar á sjóðnum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði að rætt hefði verið um að flytja sjóðinn til fjármálaráðuneytisins en ekkert þó verið ákveðið í þeim málum. Jóhanna sagði sína afstöðu skýra hvað varðar sölu Íbúðalánasjóðs, hann yrði ekki seldur meðan hún situr í félagsmálaráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×