Innlent

Þjálfa erlenda starfsmenn í umönnun aldraðra

Droplaugarstaðir.
Droplaugarstaðir. MYND/Droplaugarstaðir

Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir og Alþjóðahúsið undirbúa nú viðamikið samstarfsverkefni um þjálfun erlendra starfsmanna í umönnun aldraðra. Markmiðið er að fjölga starfsmönnum í öldrunarþjónustu.

Verkefnið felst í því að bjóða erlendu starfsfólki sem eru að hefja störf á Droplaugarstöðum, Dalbraut og heimilisþjónustunni Aflagranda upp á eins mánaða starfsþjálfunar- og íslenskunámskeið. Vonast er til þess að þetta hjálpi starfsfólkinu að hafa eðlileg samskipti á vinnustað og samtímis bæti almenna starfsþjálfun og menningarfærni.

Fram kemur í tilkynningu frá Alþjóðahúsinu að mikill áhugi er hjá erlendu fólki á umönnunarstörfum hérlendis. Sumir eru jafnvel menntaðir í þeim geira en hafa hingað til ekki getað fengið störf vegna ónógrar íslenskukunnáttu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×