Innlent

Færð á vegum

Búið er að opna Þorskafjarðarheiði. Þar er mikil bleyta og vegurinn tæpast fær nema fjórhjóladrifsbílum. Ásþungi er þar takmarkaður við tvö tonn.

Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á fjölmörgum hálendisleiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi.

Kort sem sýna ástand á hálendisleiðum verða gefin út vikulega fram eftir sumri og taka gildi á fimmtudögum. Kortin segja ekki til um færð, heldur hvar umferð er óheimil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×