Lisa Ekdahl hefði verið sókndjarfari gegn Tyson Björn Gíslason skrifar 7. júní 2007 10:34 MYND/AFP Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær háðuglega útreið í sænskum fjölmiðlum eftir viðureignina í Stokkhólmi í gær, bæði hjá sænsku leikmönnunum og blaðamönnum. Simon Bank, pistlahöfundur hjá Aftonbladet, segist hafa séð Svía mæta Lichtenstein, Möltu, San Marínó og Moldavíu en aldrei séð eins skelfingu lostið lið og það íslenska í gær. Aðeins þrír leikmenn íslenska liðsins hafi farið fram þegar liðið hafi fengið aukaspyrnur á álitlegum stöðum og segir Bank að söngkonan Lisa Ekdahl hefði verið í sókndjafari í hnefaleikahringnum gegn Mike Tyson en íslenska liðið var í leiknum í gær.„Hafi leikurinn við Danmörku í Parken verið bannaður börnum þá var leikurinn gegn Íslandi á Räsunda-vellinum þannig að hægt hefði verið að koma fyrir barnavagni, kettlingum eða öllu DVD-safni Anders Svenssons á vallarhelmingi Svía," segir Bank og vísar þar til máttlausra sóknartilburða Íslendinga. Bank segir leikinn ekki hafa verið neitt. Ísland hafi ekki þorað að spila og Svíþjóð hafi ekki þurft þess.Bank hefur eftir hinum rólega Lars Lagerbäck eftir leikinn að hann hafi verið góður. Þetta sé sambærilegt því að aðrir hlaupi upp á Globen-höllina og hrópi: „Komið þið með leðurbuxurnar (lederhosen) því hérna er ég."Þá hefur Svenska dagbladet eftir Lars Lageråck að leikurinn í gær hafi verið eins og gönguferð í Parken (promenad i Parken) og sigurinn ótrúlega sætur. Þar kemur enn fremur fram að íslenska vörnin hafi verið eins og höfuðlaus her sem meðal annars hafi gefið Marcusi Allbäck, framherja Svía, eitt mark. Þar taldi Ívar Ingimarsson að dæmt hefði verið á sig inni í teig íslenska liðsins en Svíar nýttu sér misskilninginn og skoruðu fimmta markið í leiknum. Marcus Allbäck segist í samtali við Svenska dagbladet ekki vita hvað Ívar hafi verið að spá en þetta hafi verið undarlegt mark.Sænskir miðlar benda annars á að það þurfi mikið að bregða út af svo sænska liðið tryggi sér ekki farseðilinn á Evrópumótið í knattspyrnu í Austurríki og Sviss sem hefst eftir nákvæmlega ár. Liðið sé efst í F-riðli, eigi fimm leiki eftir og þar af þrjá heima. Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær háðuglega útreið í sænskum fjölmiðlum eftir viðureignina í Stokkhólmi í gær, bæði hjá sænsku leikmönnunum og blaðamönnum. Simon Bank, pistlahöfundur hjá Aftonbladet, segist hafa séð Svía mæta Lichtenstein, Möltu, San Marínó og Moldavíu en aldrei séð eins skelfingu lostið lið og það íslenska í gær. Aðeins þrír leikmenn íslenska liðsins hafi farið fram þegar liðið hafi fengið aukaspyrnur á álitlegum stöðum og segir Bank að söngkonan Lisa Ekdahl hefði verið í sókndjafari í hnefaleikahringnum gegn Mike Tyson en íslenska liðið var í leiknum í gær.„Hafi leikurinn við Danmörku í Parken verið bannaður börnum þá var leikurinn gegn Íslandi á Räsunda-vellinum þannig að hægt hefði verið að koma fyrir barnavagni, kettlingum eða öllu DVD-safni Anders Svenssons á vallarhelmingi Svía," segir Bank og vísar þar til máttlausra sóknartilburða Íslendinga. Bank segir leikinn ekki hafa verið neitt. Ísland hafi ekki þorað að spila og Svíþjóð hafi ekki þurft þess.Bank hefur eftir hinum rólega Lars Lagerbäck eftir leikinn að hann hafi verið góður. Þetta sé sambærilegt því að aðrir hlaupi upp á Globen-höllina og hrópi: „Komið þið með leðurbuxurnar (lederhosen) því hérna er ég."Þá hefur Svenska dagbladet eftir Lars Lageråck að leikurinn í gær hafi verið eins og gönguferð í Parken (promenad i Parken) og sigurinn ótrúlega sætur. Þar kemur enn fremur fram að íslenska vörnin hafi verið eins og höfuðlaus her sem meðal annars hafi gefið Marcusi Allbäck, framherja Svía, eitt mark. Þar taldi Ívar Ingimarsson að dæmt hefði verið á sig inni í teig íslenska liðsins en Svíar nýttu sér misskilninginn og skoruðu fimmta markið í leiknum. Marcus Allbäck segist í samtali við Svenska dagbladet ekki vita hvað Ívar hafi verið að spá en þetta hafi verið undarlegt mark.Sænskir miðlar benda annars á að það þurfi mikið að bregða út af svo sænska liðið tryggi sér ekki farseðilinn á Evrópumótið í knattspyrnu í Austurríki og Sviss sem hefst eftir nákvæmlega ár. Liðið sé efst í F-riðli, eigi fimm leiki eftir og þar af þrjá heima.
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira