Innlent

Njarðvíkingar mótmæla deiliskipulagi

Oddur S. Báruson skrifar

Fulltrúar íbúa í Innri-Njarðvík afhentu í gær bæjarstjórn í bænum undirskriftarlista gegn nýju deiliskipulagi bæjarins. Þar eru skipulögð fjögur háhýsi með 230 íbúðum á Brynjólfsreit svokölluðum. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.

Tveir listar voru afhentir. Á öðrum listanum var hugmyndinni hafnað alfarið. Undir hann skrifuðu 347 íbúar. Á hinum listanum voru ýmis skilyrði sett fyrir byggingu húsanna. Undir hann skrifuðu 367 íbúar.

Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari, veitti listunum viðtöku. Þeir verða teknir til umfjöllunar í stjórnsýslu bæjarfélagins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×