Innlent

Júlíus Vífill er formaður Miðborgar Reykjavíkur

Júlíus Vífill Ingvarsson veitir Miðborg Reykjavíkur forstöðu.
Júlíus Vífill Ingvarsson veitir Miðborg Reykjavíkur forstöðu.

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 5. júní að stofna félagið Miðborg Reykjavíkur en það hefur að markmiði að „vera vettvangur samráðs og málsvari hagsmunaaðila í miðborg Reykjavíkur," að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjarvíkurborg. Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi hefur verið ráðinn formaður félagsins.

„Reykjavíkurborg mun með þessum hætti leggjast á árarnar með þeim sem hagsmuni hafa af uppbyggingu og viðgangi í hjarta borgarinnar," segir ennfremur. Þá binda forsvarsmenn Miðborgar Reykjavíkur góðar vonir við að félagið verði miðborginni lyftistöng og íbúum og öllum fyrirtækjum á svæðinu til hagsbóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×