Innlent

Niðurstöður samræmdra prófa heldur betri en í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Meðaltöl einkunna í samræmdum lokaprófum í grunnskólum eru hærri í ár en á síðasta ári í stærðfræði, ensku og dönsku en örlítið lægri í íslensku, sé miðað við landið allt. Ekki er unnt að bera saman meðaltöl milli ára í náttúrufræði og samfélagsfræði.

 

 

Samræmdu prófin voru haldin dagana 2. til 9. maí síðastliðinn. Alls voru 4.465 nemendur skráðir í 10. bekk skólaárið 2006-2007. Nemendum í 10. bekk í grunnskólum gefst kostur á að þreyta samræmd lokapróf í að minnsta kosti sex námsgreinum. Eins og undanfarin ár voru haldin samræmd próf í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsgreinum auk norsku og sænsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×