Innlent

Hætt við flugtak SAS vélar sem var á leið til Íslands

Hætt var við flugtak flugvélar frá SAS sem var á leið frá Gardemoen flugvelli í Osló til Reykjavíkur í dag þegar aðvörun barst um að eitthvað væri að. Vélinni var snúið inn á þjónustusvæði en hún fór í loftið hálftíma síðar þegar gengið hafði verið úr skugga um að vélin væri í lagi.

109 farþegar, þar á meðal Íslendingar, eru um borð í vélinni sem lendir í Keflavík klukkan 17:19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×