Hjúkrunarfræðingar á starfsmannaleigum 7. júní 2007 19:09 Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru þrjú fyrirtæki sem leigja starfsmenn sína til spítala og sjúkrastofnana, það eru Alhjúkrun, Ethnic care Ísland og Inpro, með á sjöunda tug starfsmanna í vinnu. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Inpro vildi lítið tjá sig um umfang fyrirtækisins í dag. Hún sagði þó að starfsmannaleigur sem þessar skapa fjölbreyttari atvinnugrundvöll fyrir hjúkrunarfræðinga - enda sé nánast einn kaupandi að vinnu þeirra, hið opinbera. Vigdís benti líka á að löng hefð væri fyrir svona afleysingaþjónustu í nágrannalöndunum og þyki nauðsynleg. Alhjúkrun er með 30 starfsmenn og hefur meðal annars samninga við Landspítalann og dvalarheimili aldraðra. Eins og forsvarsmenn hinna fyrirtækjanna vill eigandinn ekki upplýsa hverju munar á hjúkrunarfræðingslaunum hins opinbera og hjá Alhjúkrun. Dagmar segir starfsmenn Alhjúkrunar njóta sömu lífeyris- og veikindaréttinda og starfsmenn hins opinbera. Auk þess fái þeir veikindaga greidda út mánaðarlega - nýti þeir sér þá ekki. Yngsta fyrirtækið er Ethnic care Ísland en eigandinn Sigríður Þorsteinsdóttir segist einkum þjónusta öldrunarstofnanir. Aðspurð hvers vegna hún stofnaði fyrirtækið, svaraði Sigríður: Ég get borgað hjúkrunarfræðingum betri laun. Það er svo einfalt. Fréttir Innlent Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru þrjú fyrirtæki sem leigja starfsmenn sína til spítala og sjúkrastofnana, það eru Alhjúkrun, Ethnic care Ísland og Inpro, með á sjöunda tug starfsmanna í vinnu. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Inpro vildi lítið tjá sig um umfang fyrirtækisins í dag. Hún sagði þó að starfsmannaleigur sem þessar skapa fjölbreyttari atvinnugrundvöll fyrir hjúkrunarfræðinga - enda sé nánast einn kaupandi að vinnu þeirra, hið opinbera. Vigdís benti líka á að löng hefð væri fyrir svona afleysingaþjónustu í nágrannalöndunum og þyki nauðsynleg. Alhjúkrun er með 30 starfsmenn og hefur meðal annars samninga við Landspítalann og dvalarheimili aldraðra. Eins og forsvarsmenn hinna fyrirtækjanna vill eigandinn ekki upplýsa hverju munar á hjúkrunarfræðingslaunum hins opinbera og hjá Alhjúkrun. Dagmar segir starfsmenn Alhjúkrunar njóta sömu lífeyris- og veikindaréttinda og starfsmenn hins opinbera. Auk þess fái þeir veikindaga greidda út mánaðarlega - nýti þeir sér þá ekki. Yngsta fyrirtækið er Ethnic care Ísland en eigandinn Sigríður Þorsteinsdóttir segist einkum þjónusta öldrunarstofnanir. Aðspurð hvers vegna hún stofnaði fyrirtækið, svaraði Sigríður: Ég get borgað hjúkrunarfræðingum betri laun. Það er svo einfalt.
Fréttir Innlent Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira