Innlent

Hjallaskóli í Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Hjallastefnan mun taka við rekstri leikskólans Laufásborgar. Samningur þar að lútandi var samþykktur af Leikskólaráði borgarinnar í gær. Laufásborg verður þar með fyrsti Hjallaskólinn sem tekur til starfa í Reykjavík, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Samkvæmt þjónustusamningi mun Leikskólasvið Reykjavíkurborgar greiða Hjallastefnunni rekstrarstyrk vegna reykvískra barna frá 18 mánaða aldri. Kveðið er á um að gjaldskrá leikskólans skuli vera sem sambærilegust gjaldskrá Leikskólasviðs og aldrei hærri en sem nemur 15%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×