Innlent

Yfir 80 börn í óviðunandi öryggisbúnaði

MYND/Fíton

Tæplega fjórtán prósent barna er ekið til leikskóla í óviðandi öryggisbúnaði samkvæmt könnun Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Sjóvaá Fornvarnarhúss og Umferðarstofu. Alls voru 86 börn algerlega óvarin og 24 í alvarlegri lífshættu á meðan á akstri stóð.

Könnunin var gerð við 58 leikskóla víðs vegar um land og var búnaður 1.944 barna skoðaður. Alls voru 86,4 prósent barna með réttan öryggisbúnað og 9,2 prósent eingöngu í bílbelti sem ekki telst fullnægjandi búnaður. Þá voru 4,4 prósent algerlega óvarin

Þá sátu 24 börn fyrir framan öryggispúða í bifreið en púðar af þeirri gerð geta verið börnum lífhættulegir springi þeir út.

Þetta er 12 sinn sem könnun á öryggi barna í bílum er gerð og hefur þróunin verið almennt jákvæð. Frá árinu 1997 hefur hlutfall óvarinna barna fækkað mikið en það ár voru 32 prósent barn án nokkurs öryggisbúnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×