Fleiri fréttir Úrslit í Árneshreppi Óhlutbundinni kosningu í Árneshreppi er lokið. Samtals voru greidd 36 atkvæði og einn auður seðill skilaði sér í hús. Úrslitin eru: 27.5.2006 22:54 Viðbrögð oddvita flokkanna Í Reykjavík hafa verið talin 41.040 sem eru 47,9%. Næsta manneskja inn er Odný Sturludóttir með 2.286 atkvæði á bak við sig og vantar 655 atkvæði til að slá út Björn Inga Hrafnsson. Viðbrögð oddvita flokkanna eru: 27.5.2006 22:24 Samfylkingin með sjö fulltrúa og stutt í þann áttunda Samfylkingin er með öruggan meirihluta í Hafnarfirði, sjö fulltrúar inni og stutt í þann áttunda. Sjálfstæðismenn eru með þrjá fulltrúa og Vinstri grænir einn fulltrúa. Í Hafnarfirði hafa verið talin 7250 atkvæði af þeim 10191 sem í kjörkassana komu. 27.5.2006 22:05 D-listinn sigurvegari á Tálknafirði Sjálfstæðisflokkurinn á Tálknafirði hlaut tæp 60% atkvæða og þrjá fulltrúa af fimm í hreppsnefnd. T-listinn eða Tálknafjarðarlistinn hlaut rúm 36% atkvæða og 2 fulltrúa kjörna. 27.5.2006 21:09 Oddvitar flokkanna mættu snemma að kjósa Hátt í áttatíu og sexþúsund manns eru á kjörskrá í Reykjavík. Hægt er að kjósa á þrettán stöðum og voru kjörstaðir opnaðir klukkan níu í morgun og verður þeim ekki lokað fyrr en klukkan tíu í kvöld. Kjörsókn var fremur dræm framan af degi. 27.5.2006 20:36 Kraftlistinn sigraði með 9 atkvæða mun K-listinn eða Kraftlistinn í Arnarneshreppi sigraði M-lista, Málefnalistann naumlega en talningu í Arnarneshreppi er lokið. Kraftlistinn hlaut 61 atkvæði og 3 fulltrúa í sveitarstjórn en Málefnalistinn hlaut 52 atkvæði og 2 fultlrúa. 27.5.2006 20:28 Akureyrin EA-110 er á leið til Hafnarfjarðar Reiknað er með að skipið verði þar um klukkan 09:30 í fyrramálið, þann 28.5. Fjórir slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á brunavakt um borð og sigmaður frá Landhelgisgæslunni. Togarinn Júlíus Geirmundsson fylgir skipinu eins og er, og varðskipið Óðinn tekur síðan við og fylgir skipinu til hafnar. 27.5.2006 19:50 Tveir létust í eldsvoða á Akureyrinni Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu við Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi með sex menn úr áhöfn Akureyrinnar. Tveir menn létu lífið þegar eldur kom upp í togaranum Akureyrinni EA í dag, 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Bænastund verður í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld klukkan 21. 27.5.2006 19:11 TF-Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfninni. TF Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfn Akureyrarinnar. Slökkviliðsmenn frá SHS eru komnir um borð, að kljást við eldinn og eru að ná tökum á honum. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag. 27.5.2006 17:59 TF-LÍF komin að Akureyrinni TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin að Akureyrinni EA, en eldur geisar um borð í skipinu 75 sjómílur norðvestur af Látri. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag. 27.5.2006 16:45 Minni kjörsókn í Reykjavík en árið 2002 38,22% kjósenda í Reykjavík höfðu greitt atkvæði klukkan 16 samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Í kosningunum 2002 höfðu 42,71% sem voru á kjörskrá, greitt atkvæði á sama tíma. 27.5.2006 16:16 Par handtekið á Húsavík Ungt par var handtekið í heimahúsi á Húsavík í gærkveldi eftir að mikið magn af fíkniefnum fannst í fórum þeirra. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er talið að efnin hafi verið ætluð til sölu. 27.5.2006 16:11 Forseti Íslands sendi forseta Indónesíu samúðarkveðjur Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Indónesíu, Hr. Susilo Bambang Yudhoyono, einlægar samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í morgun og leitt hafa til dauða þúsunda manna. 27.5.2006 15:14 Eldur logar um borð í Akureyri EA-110 Eldur logar í Akureyrinni EA-110 en skipið er um 75 sjómílur norðvestur af Látrum. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar er farin af stað með slökkviliðsmenn til aðstoðar skipverjum og björgunarskip Landsbjargar hafa verið sett í viðbragðsstöðu og verður sent af stað ef það þörf krefur og það er talið geta komið að notum. 27.5.2006 15:07 Frambjóðendur voru sjálfir við vinnu í kjördeild Frambjóðendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi í morgun. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegisbil og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. Það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum. 27.5.2006 14:12 17,5 prósent búin að kjósa Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent. 27.5.2006 13:36 Kjósa snemma og það sama og áður Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til. 27.5.2006 13:30 Kjörsókn dræmari en fyrir fjórum árum Nú klukkan tólf höfðu 11,92 prósent kjósenda á kjörskrá í Reykjavík kosið. Á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum höfðu 14,06 prósent kjósenda greitt atkvæði. 27.5.2006 12:29 208 búnir að kjósa á Álftanesi Á Álftanesi eru 1509 á kjörskrá en um klukkan 12 voru 208 búnir að kjósa en það eru 13,8% þeirra sem eru á kjörskrá. 27.5.2006 12:20 Skemmdarverk unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki Skemmdarverk voru unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki í nótt. Skemmdavargarnir þurftu að leggja á sig þó nokkra vinnu til að rífa niður skilti sem var í tveggja metra hæð. 27.5.2006 12:11 Dræm kjörsókn í Reykjavík í morgun Dræm kjörsókn hefur verið í Reykjavík í morgun og kosningarnar farið rólega af stað. Fyrir hádegið var kjörsókn tæp sjö prósent. Oddvitar flokkanna mættu á kjörstað fljótlega eftir að dyrnar voru opnaðar klukkan níu í morgun. 27.5.2006 12:08 Margt að varast í kosningum Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum. 27.5.2006 12:00 Kjörfundur er víðast hafinn Sveitarstjórnakosningar hófust stundvíslega klukkan níu í morgun. Í Reykjavík fór atkvæðagreiðsla rólega af stað en á Akureyri var biðröð við Oddeyrarskóla þegar kjörstaður þar var opnaður klukkan níu. 27.5.2006 10:07 Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu undir meðaltali Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var talsvert undir meðaltali síðustu tólf vikna. Alls seldust 147 eignir í vikunni en það er nær 30 færri eignir en sem nemur meðaltali síðustu þriggja mánaða. Kaupverð var þó tveimur og hálfri milljón króna yfir meðaltali. 27.5.2006 09:38 Mikil umferð austur á Kirkjubæjarklaustur Mikil umferð var austur á Kirkjubæjarklaustur seinnipartinn í gær og fram á nótt í tengslum við mótorkrossmót sem haldið er þar um helgina. Talið er að á annað þúsund manns séu nú samankomin á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni 27.5.2006 09:35 Erilsöm nótt hjá slökkvi- og sjúkraliði höfuðborgarsvæðisins Nóttin var nokkuð erilsöm hjá slökkvi- og sjúkraliði höfuðborgarsvæðisins. Dælubílarnir voru þrisvar kallaðir út. Það kviknaði í ruslageymslu í ASÍ húsinu við Grensásveg og lagði reyk um hæðirnar. 27.5.2006 09:29 Hnúfubakur í höfninni í Reykjavík Kennarar úr Klébergsskóla fengu óvæntan bónus í skemmtiferð á hvalaskoðunarbáti Eldingar um Faxaflóa í gærkvöldi. Þegar þeir sigldu inn hafnarmynnið í gömlu höfninni birtist stærðarinnar hnúfubakur rétt við endan á Ægisgarði. 27.5.2006 09:13 Porti Hafnarhússins breytt í óperusal Heldur óvenjuleg óperusýning var frumsýnd í porti Hafnarhússins í kvöld. Óperan Föðurlandið, Le Pays, fjallar um ástir fransks sjómanns og íslenskrar sveitastúlku og margt bendir til að óperan byggi á sönnum atburðum. 26.5.2006 22:56 Nýr flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa. 26.5.2006 18:45 Elsti kjósandinn er 108 ára Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. 26.5.2006 18:06 Klippt framan af fingri manns Klippt var framan af fingri manns á fimmtugsaldri með garðklippum og tveir aðrir menn beittir harðræði í húsi í miðbæ Akureyrar fyrir hádegi í gær. Þá er talið að annar mannanna sé hugsanlega nefbrotinn. 26.5.2006 17:58 Yfir tíu þúsund hafa þegar kosið Yfir tíu þúsund manns hafa kosið utankjörfundar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Þetta eru mun fleiri en kusu alls utankjörfundar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. 26.5.2006 17:48 Telur íkvekju ekki óhugsandi Tvær rosknar konur komust naumlega út úr húsi þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vesturgötu í nótt. Önnur kvenanna Ragnhildur Árnadóttir segir ekki lokum fyrir það skotið að einhver hafi kveikt í íbúðinni hennar en þar blossaði eldurinn upp. 26.5.2006 17:45 Sviftivindar tíðir yfir fjöllum Flugvél á leið frá Akureyri til Reykjavíkur lenti í miklum sviftivindum yfir Esjunni fyrr í vikunni. Farþegum var að vonum brugðið en þeim var boðin áfallahjálp og einn farþegi þáði námskeið fyrir flughrædda í boði Flugfélags Íslands. 26.5.2006 17:36 Erlendum ferðamönnum fjölgar Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fara fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26.5.2006 17:33 Villandi upplýsingar um mengun álvers í Helguvík Frambjóðendur Vinstri hreyfingarinnar -græns framboðs í Reykjanesbæ segja að mengun af völdum álvers í Helguvík verði mun meiri en hingað til hefur verið haldið fram. 26.5.2006 17:30 Mótmæli gegn frístundabyggð Orkuveitunnar við Úlfljótsvatn "Hópur sem lætur sér framtíð og náttúru Úlfljótsvatns varða" afhenti borgarstjóra í dag mótmæli gegn fyrirhuguðum framkvæmdum Orkuveitunnar við Úlfljótsvatn. 26.5.2006 17:00 Geirþrúður Alfreðsdóttir flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur m.a. starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Geirþrúður er m.a. með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, C.S. próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og atvinnuflugmannspróf. Auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða í flugöryggismálum og flugslysarannsóknum. Geirþrúður mun hefja störf á næstu vikum. 26.5.2006 16:53 HB Grandi tapar 1.337 m.kr. HB Grandi birti uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða síðastliðin miðvikudaginn og var niðurstaðan tap upp á 1.337 m.kr. samanborið við 763 m.kr. hagnað á sama tímabili í fyrra. 26.5.2006 16:31 Tekur við innanlandsfluginu 1. júní Samningar hafa náðst um kaup Flugfélags Vestmannaeyja á flugvélum og tilheyrandi búnaði sem Landsflug hefur notað í innanlandsfluginu. Um er að ræða tvær nítján sæta Dornier 228 vélar og eina sex sæta Chivtainflugvél sem Landsflug hefur notað í sjúkraflugi. 26.5.2006 16:11 Sumarskóli fyrir nýja Íslendinga Sumarskóli sem rekinn er af nokkrum stofnunum Reykjavíkurborgar, verður starfræktur í sumar, en hann er ætlaður þeim sem búið hafa á Íslandi skemur en fjögur ár. Nýjum Íslendingum á öllum aldri býðst nú í sumar kennsla í íslensku og fræðsla um íslenskt samfélag. 26.5.2006 15:22 Snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við Gimbrakletta á Siglufirði Snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við Gimbrakletta á Siglufirði um eitt leitið í dag. Svo virðist sem sólbráð hafi komið flóðinu af stað, en sólkskin er búið að vera á Siglufirði í dag. Talið er öruggt að varnagarðar sem eru í hlíðinni hafa varnað því að flóðið náði til byggða, en flóðið stækkaði ört eftir því sem neðar dró. 26.5.2006 15:11 Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2002 kusu alls um 9000 manns utan kjörfundar í Laugardalshöllinni og því eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þá. 26.5.2006 13:55 Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. 26.5.2006 13:50 Hægt að hringja og senda SMS þó inneign klárast Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt eða sent SMS þó svo að inneign þeirra klárist. Um er að ræða þjónustu sem nefnist S.O.S. en hún gerir notanda, sem hefur litla eða enga innistæðu, mögulegt að nota GSM símann áfram þegar mikið liggur við. 26.5.2006 13:46 Sjá næstu 50 fréttir
Úrslit í Árneshreppi Óhlutbundinni kosningu í Árneshreppi er lokið. Samtals voru greidd 36 atkvæði og einn auður seðill skilaði sér í hús. Úrslitin eru: 27.5.2006 22:54
Viðbrögð oddvita flokkanna Í Reykjavík hafa verið talin 41.040 sem eru 47,9%. Næsta manneskja inn er Odný Sturludóttir með 2.286 atkvæði á bak við sig og vantar 655 atkvæði til að slá út Björn Inga Hrafnsson. Viðbrögð oddvita flokkanna eru: 27.5.2006 22:24
Samfylkingin með sjö fulltrúa og stutt í þann áttunda Samfylkingin er með öruggan meirihluta í Hafnarfirði, sjö fulltrúar inni og stutt í þann áttunda. Sjálfstæðismenn eru með þrjá fulltrúa og Vinstri grænir einn fulltrúa. Í Hafnarfirði hafa verið talin 7250 atkvæði af þeim 10191 sem í kjörkassana komu. 27.5.2006 22:05
D-listinn sigurvegari á Tálknafirði Sjálfstæðisflokkurinn á Tálknafirði hlaut tæp 60% atkvæða og þrjá fulltrúa af fimm í hreppsnefnd. T-listinn eða Tálknafjarðarlistinn hlaut rúm 36% atkvæða og 2 fulltrúa kjörna. 27.5.2006 21:09
Oddvitar flokkanna mættu snemma að kjósa Hátt í áttatíu og sexþúsund manns eru á kjörskrá í Reykjavík. Hægt er að kjósa á þrettán stöðum og voru kjörstaðir opnaðir klukkan níu í morgun og verður þeim ekki lokað fyrr en klukkan tíu í kvöld. Kjörsókn var fremur dræm framan af degi. 27.5.2006 20:36
Kraftlistinn sigraði með 9 atkvæða mun K-listinn eða Kraftlistinn í Arnarneshreppi sigraði M-lista, Málefnalistann naumlega en talningu í Arnarneshreppi er lokið. Kraftlistinn hlaut 61 atkvæði og 3 fulltrúa í sveitarstjórn en Málefnalistinn hlaut 52 atkvæði og 2 fultlrúa. 27.5.2006 20:28
Akureyrin EA-110 er á leið til Hafnarfjarðar Reiknað er með að skipið verði þar um klukkan 09:30 í fyrramálið, þann 28.5. Fjórir slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á brunavakt um borð og sigmaður frá Landhelgisgæslunni. Togarinn Júlíus Geirmundsson fylgir skipinu eins og er, og varðskipið Óðinn tekur síðan við og fylgir skipinu til hafnar. 27.5.2006 19:50
Tveir létust í eldsvoða á Akureyrinni Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu við Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi með sex menn úr áhöfn Akureyrinnar. Tveir menn létu lífið þegar eldur kom upp í togaranum Akureyrinni EA í dag, 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Bænastund verður í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld klukkan 21. 27.5.2006 19:11
TF-Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfninni. TF Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfn Akureyrarinnar. Slökkviliðsmenn frá SHS eru komnir um borð, að kljást við eldinn og eru að ná tökum á honum. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag. 27.5.2006 17:59
TF-LÍF komin að Akureyrinni TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin að Akureyrinni EA, en eldur geisar um borð í skipinu 75 sjómílur norðvestur af Látri. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag. 27.5.2006 16:45
Minni kjörsókn í Reykjavík en árið 2002 38,22% kjósenda í Reykjavík höfðu greitt atkvæði klukkan 16 samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Í kosningunum 2002 höfðu 42,71% sem voru á kjörskrá, greitt atkvæði á sama tíma. 27.5.2006 16:16
Par handtekið á Húsavík Ungt par var handtekið í heimahúsi á Húsavík í gærkveldi eftir að mikið magn af fíkniefnum fannst í fórum þeirra. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er talið að efnin hafi verið ætluð til sölu. 27.5.2006 16:11
Forseti Íslands sendi forseta Indónesíu samúðarkveðjur Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Indónesíu, Hr. Susilo Bambang Yudhoyono, einlægar samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í morgun og leitt hafa til dauða þúsunda manna. 27.5.2006 15:14
Eldur logar um borð í Akureyri EA-110 Eldur logar í Akureyrinni EA-110 en skipið er um 75 sjómílur norðvestur af Látrum. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar er farin af stað með slökkviliðsmenn til aðstoðar skipverjum og björgunarskip Landsbjargar hafa verið sett í viðbragðsstöðu og verður sent af stað ef það þörf krefur og það er talið geta komið að notum. 27.5.2006 15:07
Frambjóðendur voru sjálfir við vinnu í kjördeild Frambjóðendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi í morgun. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegisbil og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. Það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum. 27.5.2006 14:12
17,5 prósent búin að kjósa Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent. 27.5.2006 13:36
Kjósa snemma og það sama og áður Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til. 27.5.2006 13:30
Kjörsókn dræmari en fyrir fjórum árum Nú klukkan tólf höfðu 11,92 prósent kjósenda á kjörskrá í Reykjavík kosið. Á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum höfðu 14,06 prósent kjósenda greitt atkvæði. 27.5.2006 12:29
208 búnir að kjósa á Álftanesi Á Álftanesi eru 1509 á kjörskrá en um klukkan 12 voru 208 búnir að kjósa en það eru 13,8% þeirra sem eru á kjörskrá. 27.5.2006 12:20
Skemmdarverk unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki Skemmdarverk voru unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki í nótt. Skemmdavargarnir þurftu að leggja á sig þó nokkra vinnu til að rífa niður skilti sem var í tveggja metra hæð. 27.5.2006 12:11
Dræm kjörsókn í Reykjavík í morgun Dræm kjörsókn hefur verið í Reykjavík í morgun og kosningarnar farið rólega af stað. Fyrir hádegið var kjörsókn tæp sjö prósent. Oddvitar flokkanna mættu á kjörstað fljótlega eftir að dyrnar voru opnaðar klukkan níu í morgun. 27.5.2006 12:08
Margt að varast í kosningum Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum. 27.5.2006 12:00
Kjörfundur er víðast hafinn Sveitarstjórnakosningar hófust stundvíslega klukkan níu í morgun. Í Reykjavík fór atkvæðagreiðsla rólega af stað en á Akureyri var biðröð við Oddeyrarskóla þegar kjörstaður þar var opnaður klukkan níu. 27.5.2006 10:07
Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu undir meðaltali Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var talsvert undir meðaltali síðustu tólf vikna. Alls seldust 147 eignir í vikunni en það er nær 30 færri eignir en sem nemur meðaltali síðustu þriggja mánaða. Kaupverð var þó tveimur og hálfri milljón króna yfir meðaltali. 27.5.2006 09:38
Mikil umferð austur á Kirkjubæjarklaustur Mikil umferð var austur á Kirkjubæjarklaustur seinnipartinn í gær og fram á nótt í tengslum við mótorkrossmót sem haldið er þar um helgina. Talið er að á annað þúsund manns séu nú samankomin á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni 27.5.2006 09:35
Erilsöm nótt hjá slökkvi- og sjúkraliði höfuðborgarsvæðisins Nóttin var nokkuð erilsöm hjá slökkvi- og sjúkraliði höfuðborgarsvæðisins. Dælubílarnir voru þrisvar kallaðir út. Það kviknaði í ruslageymslu í ASÍ húsinu við Grensásveg og lagði reyk um hæðirnar. 27.5.2006 09:29
Hnúfubakur í höfninni í Reykjavík Kennarar úr Klébergsskóla fengu óvæntan bónus í skemmtiferð á hvalaskoðunarbáti Eldingar um Faxaflóa í gærkvöldi. Þegar þeir sigldu inn hafnarmynnið í gömlu höfninni birtist stærðarinnar hnúfubakur rétt við endan á Ægisgarði. 27.5.2006 09:13
Porti Hafnarhússins breytt í óperusal Heldur óvenjuleg óperusýning var frumsýnd í porti Hafnarhússins í kvöld. Óperan Föðurlandið, Le Pays, fjallar um ástir fransks sjómanns og íslenskrar sveitastúlku og margt bendir til að óperan byggi á sönnum atburðum. 26.5.2006 22:56
Nýr flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa. 26.5.2006 18:45
Elsti kjósandinn er 108 ára Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. 26.5.2006 18:06
Klippt framan af fingri manns Klippt var framan af fingri manns á fimmtugsaldri með garðklippum og tveir aðrir menn beittir harðræði í húsi í miðbæ Akureyrar fyrir hádegi í gær. Þá er talið að annar mannanna sé hugsanlega nefbrotinn. 26.5.2006 17:58
Yfir tíu þúsund hafa þegar kosið Yfir tíu þúsund manns hafa kosið utankjörfundar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Þetta eru mun fleiri en kusu alls utankjörfundar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. 26.5.2006 17:48
Telur íkvekju ekki óhugsandi Tvær rosknar konur komust naumlega út úr húsi þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vesturgötu í nótt. Önnur kvenanna Ragnhildur Árnadóttir segir ekki lokum fyrir það skotið að einhver hafi kveikt í íbúðinni hennar en þar blossaði eldurinn upp. 26.5.2006 17:45
Sviftivindar tíðir yfir fjöllum Flugvél á leið frá Akureyri til Reykjavíkur lenti í miklum sviftivindum yfir Esjunni fyrr í vikunni. Farþegum var að vonum brugðið en þeim var boðin áfallahjálp og einn farþegi þáði námskeið fyrir flughrædda í boði Flugfélags Íslands. 26.5.2006 17:36
Erlendum ferðamönnum fjölgar Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fara fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26.5.2006 17:33
Villandi upplýsingar um mengun álvers í Helguvík Frambjóðendur Vinstri hreyfingarinnar -græns framboðs í Reykjanesbæ segja að mengun af völdum álvers í Helguvík verði mun meiri en hingað til hefur verið haldið fram. 26.5.2006 17:30
Mótmæli gegn frístundabyggð Orkuveitunnar við Úlfljótsvatn "Hópur sem lætur sér framtíð og náttúru Úlfljótsvatns varða" afhenti borgarstjóra í dag mótmæli gegn fyrirhuguðum framkvæmdum Orkuveitunnar við Úlfljótsvatn. 26.5.2006 17:00
Geirþrúður Alfreðsdóttir flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur m.a. starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Geirþrúður er m.a. með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, C.S. próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og atvinnuflugmannspróf. Auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða í flugöryggismálum og flugslysarannsóknum. Geirþrúður mun hefja störf á næstu vikum. 26.5.2006 16:53
HB Grandi tapar 1.337 m.kr. HB Grandi birti uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða síðastliðin miðvikudaginn og var niðurstaðan tap upp á 1.337 m.kr. samanborið við 763 m.kr. hagnað á sama tímabili í fyrra. 26.5.2006 16:31
Tekur við innanlandsfluginu 1. júní Samningar hafa náðst um kaup Flugfélags Vestmannaeyja á flugvélum og tilheyrandi búnaði sem Landsflug hefur notað í innanlandsfluginu. Um er að ræða tvær nítján sæta Dornier 228 vélar og eina sex sæta Chivtainflugvél sem Landsflug hefur notað í sjúkraflugi. 26.5.2006 16:11
Sumarskóli fyrir nýja Íslendinga Sumarskóli sem rekinn er af nokkrum stofnunum Reykjavíkurborgar, verður starfræktur í sumar, en hann er ætlaður þeim sem búið hafa á Íslandi skemur en fjögur ár. Nýjum Íslendingum á öllum aldri býðst nú í sumar kennsla í íslensku og fræðsla um íslenskt samfélag. 26.5.2006 15:22
Snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við Gimbrakletta á Siglufirði Snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við Gimbrakletta á Siglufirði um eitt leitið í dag. Svo virðist sem sólbráð hafi komið flóðinu af stað, en sólkskin er búið að vera á Siglufirði í dag. Talið er öruggt að varnagarðar sem eru í hlíðinni hafa varnað því að flóðið náði til byggða, en flóðið stækkaði ört eftir því sem neðar dró. 26.5.2006 15:11
Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2002 kusu alls um 9000 manns utan kjörfundar í Laugardalshöllinni og því eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þá. 26.5.2006 13:55
Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. 26.5.2006 13:50
Hægt að hringja og senda SMS þó inneign klárast Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt eða sent SMS þó svo að inneign þeirra klárist. Um er að ræða þjónustu sem nefnist S.O.S. en hún gerir notanda, sem hefur litla eða enga innistæðu, mögulegt að nota GSM símann áfram þegar mikið liggur við. 26.5.2006 13:46