Innlent

Hnúfubakur í höfninni í Reykjavík

Kennarar úr Klébergsskóla fengu óvæntan bónus í skemmtiferð á hvalaskoðunarbáti Eldingar um Faxaflóa í gærkvöldi. Þegar þeir sigldu inn hafnarmynnið í gömlu höfninni birtist stærðarinnar hnúfubakur rétt við endan á Ægisgarði. Hvalurinn svamlaði um í höfninni í um tíu til fimmtán mínútur kennurunum og ferðamönnum, sem þarna voru í gönguferð á hafnarbakkanum, til mikillar ánægju. Hnúfubakur hefur ekki sést í hvalaskoðunarferðum frá Reykjavíkurhöfn í um þrjár vikur en hann er eftirlæti hvalaskoðanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×