Innlent

Geirþrúður Alfreðsdóttir flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar.

Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur m.a. starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Geirþrúður er m.a. með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, C.S. próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og atvinnuflugmannspróf. Auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða í flugöryggismálum og flugslysarannsóknum.  Geirþrúður mun hefja störf á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×