Innlent

HB Grandi tapar 1.337 m.kr.

HB Grandi birti uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða síðastliðin miðvikudaginn og var niðurstaðan tap upp á 1.337 m.kr. samanborið við 763 m.kr. hagnað á sama tímabili í fyrra. Við spáðum að tap félagsins yrði 197 m.kr. og er afkoma fjórðungsins því vel undir væntingum okkar. Aflabrestur í loðnu, hár sameiginlegur rekstrarkostnaður og mikið gengistap af lánum hjá HB Granda skópu þetta mikla tap. Gengistap HB Granda af lánum var um 2 ma.kr. samanborið við spá okkar um gengistap upp á tæpan 1 ma.kr segir í tilkynningu.

Tekjur HB Granda á fjórðungnum námu 3.684 m.kr. samanborið við 3.343 m.kr. í fyrra. Tekjur félagsins jukust um 10% á milli ára sem skýrist einkum af veikingu íslensku krónunnar og aukinni verðmætasköpun í vinnslu. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 760 m.kr. samanborið við 852 m.kr. í fyrra. Sem hlutfall af sölutekjum nam EBITDA 20,6% samanborið við 25,5% í fyrra. Spá okkar hljóðaði upp á 1 ma.kr. eða 33,4% sem hlutfall af tekjum. Framlegðin er því talsvert undir okkar væntingum sem skýrist af hærri kostnaði útgerðar og öðrum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×