Innlent

D-listinn sigurvegari á Tálknafirði

Sjálfstæðisflokkurinn á Tálknafirði hlaut tæp 60% atkvæða og þrjá fulltrúa af fimm í hreppsnefnd. T-listinn eða Tálknafjarðarlistinn hlaut rúm 36% atkvæða og 2 fulltrúa kjörna.

Alls voru 194 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 185 eða 95, 36%. Auð atkvæði og ógild voru 8.

D-listinn fékk 105 atkvæði og T-listinn 64. T-listann vantaði 24 atkvæði upp á að ná þriðja manni inn í hreppsnefnd og þar með meirihluta.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×