Innlent

Viðbrögð oddvita flokkanna

Í Reykjavík hafa verið talin 41.040 sem eru 47,9%. Næsta manneskja inn er Odný Sturludóttir með 2.286 atkvæði á bak við sig og vantar 655 atkvæði til að slá út Björn Inga Hrafnsson. Viðbrögð oddvita flokkanna eru:

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er ánægður með fyrstu tölurnar og mjög þakklátur stuðningsmönnum sínum. Hann segir að þessar tölur séu í takt við kannanir.

Dagur B. Eggertsson segir að spennandi kosninganótt sé framundan en hann vill sjá meira fylgi á bak við sinn flokk.

Svandís Svavarsdóttir er afar þakklát og getur ekki betur séð en að annar maður Vinstri grænna sé öruggur inni.

Ólafur F. Magnússon bar fram stórkostlegar þakkir og vonast eftir öðrum manni fyrir Frjálslynda.

Björn Ingi Hrafnsson segir að Framsóknarmenn séu að skila sér að kjörkössunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×