Innlent

Tekur við innanlandsfluginu 1. júní

Eigendur Flugfélags Vestmannaeyja, Arnór Valdimars

Samningar hafa náðst um kaup Flugfélags Vestmannaeyja á flugvélum og tilheyrandi búnaði sem Landsflug hefur notað í innanlandsfluginu. Um er að ræða tvær nítján sæta Dornier 228 vélar og eina sex sæta Chivtainflugvél sem Landsflug hefur notað í sjúkraflugi. FV tekur við flugvélunum þann 1. júní nk. og hyggst halda uppi áætlun á þá staði sem Landsflug flýgur á í dag, þetta kemur fram á fréttavefnum www.sudurland.is

Hugmyndir eru uppi um leigu á stærri flugvél og er þá einkum horft á Vestmannaeyjar sem er einn áfangastaða Landsflugs í innanlandsfluginu. Valgeir Arnórsson, framkvæmdastjóri FV, segir að auk fluvélanna kaupi þeir varahlutalager og 30% hlut í Skýli 1 á Reykjavíkurflugvelli sem er starfsstöð Landsflugs. Í dag flýgur Landsflug á Bíldudal, Gjögur, Sauðárkrók og Hornafjörð auk Vestmannaeyja þar sem félagið hefur einnig sjúkraflugið á sinni könnu. Flug á alla staðina nema Vestmannaeyjar er styrkt að ríkinu.

"Samingurinn er háður samþykki á yfirtöku á samningum Landsflugs við Vegagerðina og heilbrigðiðsráðuneytið en ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að það fáist," sagði Valgeir.

"Það verða ekki breytingar á starfsfólki en munum endurskoða flugáætlun og skoða möguleika á að leigja stærri flugvél. Vestmannaeyjabær var í viðræðum við Landsflug um leigu á Fokker 50 vél Flugfélags Íslands. Strax eftir helgi munum við kanna stöðuna í þeim efnum. Annars erum við með til skoðunar að fjölga ferðum og miða þær við þörfina hverju sinni og anna með því eftirspurn," sagði Valgeir.

Kaupverð sagði hann vera trúnaðarmál.

www.sudurland.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×