Innlent

Forseti Íslands sendi forseta Indónesíu samúðarkveðjur

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Indónesíu, Hr. Susilo Bambang Yudhoyono, einlægar samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í morgun og leitt hafa til dauða þúsunda manna. Forseti Íslands hefur jafnframt áréttað nauðsyn þess að alþjóðasamfélagið komi til hjálpar á slíkum neyðartímum.

Í samúðarkveðjunum víkur forseti Íslands að reynslu Íslendinga af náttúruhamförum á sviði jarðskjálfta og eldgosa. Sú reynsla hafi skapað sterka samkennd í hugum Íslendinga og stuðlað að þróun hjálparstarfs, bæði nýrrar tækni og þjálfunar björgunarfólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×