Innlent

Nýr flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar

Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa. Geirþrúður lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík og C.S prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur auk þess atvinnuflugmannspróf og hefur sótt fjölda námskeiða í flugöryggismálum og flugslysarannsóknum. Geirþrúður mun hefja störf á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×